Færsluflokkur: Bloggar

Myndir

Komnar nýjar myndir, albúmið heitir May albúm.

 Það er aftur orðið einmannalegt hérna í stóra húsinu mínu, núna þegar að Sunna er farin frá okkur. En ég er að vinna alla daga og á eftir að gera margt áður en við förum til Íslands. Þrífa húsið, hugsa um garðinn, þvo þvott og svo þetta venjulega, vinna, elda, göngutúr með hundinn, hugsa um barnið og maaaargt fleirra. Þannig að ég held mér bara busy þangað til að ég kem til Íslands og þá verður þetta ekkert mál. Þá kemst ég í smá húsmæðraorlof frá því að vera einstæð með barn, hund og hús Tounge

 Endilega kíkið á myndirnar.

Mér lýst ekkert á hvað það hefur verið mikil umferð inná síðuna mína undanfarna daga og engin hefur skilið eftir spor sín hér. Spurning hvort að það sé mikið af ókunnugum að skoða hér sem að hafa ekkert erindi hingað. Ef að það er málið að þá held ég að ég fari að íhuga að læsa síðunni, en ég vil helst ekki gera það. Sjáum til hvað gerist.


Sunnus komin

Hún lenti seint á fimmtudagskvöldi og við brunuðum heim og komum öllum í rúmið þar sem að við áttum að vakna snemma næsta dag og fara með Wyatt og skólanum hans í dýragarðinn í Neunkirchen. Það var rigning allan daginn sem við vorum í dýragarðinum og Sunna neitaði að nota regnhlíf eins og sannur íslendingur og varð náttúrulega hold vot fyrir vikið Winkég aftur á móti er eitthvað minni íslendingur í mér og notaði mína regnhlíf og var bara mjög þurr og fín eftir og daginn, ég held meira að segja að ég hafi minnst á það nokkrum sinnum hvað regnhlífar væru mikil snilld og hvað ég væri þurr Grin Við tókum nokkrar myndir sem að ég ætlaði að setja inn núna ásamt fleirri myndum sem hafa verið teknar eftir að Troy fór, en myndaplássið mitt er víst fullt, þannig að það veraður að bíða betri tíma. Ég er búin að reyna að vera dugleg að taka myndir til að geta sent Troy og þið græðið bara á því í leiðinni.

 Í gær að þá fórum við að heiman klukkan 11 um morguninn og komum ekki heim fyrr en 23. Við eyddum öllum heilum deginum í búðum, Sunna keypti sér einhver ósköpin af fötum (þökk sé mér þó að ég segi sjálf frá Wink) og svo um kvöldið þá var hún svo sæt í sér og bauð okkur Wyatt út að borða á indverskan stað. Ég elska Naan brauð, það var alveg uppáhaldið mitt...hehehe...

Í gær fékk ég fullt af bréfum frá Troy og ég sé alveg á skrifunum hans að hann hefur það ansi skítt. Hann saknar okkar Wyatts allt of mikið og hann heldur sig út af fyrir sig er bara einn ef að hann er ekki í vinnu eða sofandi. Ég hef áhyggjur af honum af því að hann er svo lokaður við annað fólk, ég tel það nauðsynlegt fyrir hann að reyna að eignast einhvern vin þarna sem að hann getur allavega talað við og einhvern sem að getur stytt honum stundirnar þegar að hann er ekki í vinnu. Kanski mun þetta breytast með tímanum en akkúrat núna að þá heldur hann sig bara út af fyrir sig. Við fáum nú ekki að tala mikið saman eins og þið vitið eða bara tvö 15 mín símtöl í viku en þegar að við förum til Íslands að þá munum við ekki geta heyrt í honum í þrjár vikur af því að það mun ekki vera hægt fyrir hann að hringja til Íslands Crying Það mun vera erfitt fyrir mig og Wyatt en ég held að það eigi eftir að éta Troy upp að innan. Æji, ég hef bara eitthvað svo miklar áhyggjur af manninum mínum þessa dagana. Svo hefur hann verið að kvarta undan því að hann fái ekki nein bréf, að allir hinir séu alltaf að fá bréf frá fjölskydum og vinum en hann hefur bara mig þannig að ég hef ekki undan að senda honum svona mikið af bréfum. Þannig að ef að það er einhver þarna úti sem að vill skrifa Troy bréf annað slagið að þá skuluð þið bara senda mér meil eða láta mig fá meil addressuna ykkar og ég skal láta ykkur fá addressuna hans. Ég held að það myndi gleðja hann alveg ótrúlega mikið.

 Jæja, ég skal hætta að væla um hvað ég vorkenni Troy og enda þetta hér með.


Ásta Lovísa hetja

Mikið er þetta sorglegt og óréttlátt. Hún var svo ung og barðist eins og hetja. Ég hélt alltaf í vonina að kraftaverk myndi gerast og hún myndi læknast eða allavega eiga lengri tíma með börnunum sínum og fjölskyldu.

 Frá oktobermánuði er ég búin að lesa bloggið hennar á nánast hverjum degi og maður var alveg heillaður af hetjuskap hennar og bjartsýninni. En því miður að þá tapaði hún þessari erfiðu baráttu í dag við krabban, en hún lifir enn, hún lifir í hugum okkar og hjörtum.

 

Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug,
sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu...

Ekki veit ég hver höfundurinn er en Ásta Lovísa hafði sagt sjálf í einum af umræðunum á barnalandi að þetta kvæði væri í miklu uppáhaldi hjá henni.

Þvílíkt óréttlæti sem þetta er að taka hana svona unga, að taka hana frá börnum og unnusta og öðrum fjölskyldumeðlimum.

En hún mun vaka yfir þeim og varðveita þau þar til þau munu hittast á ný á betri stað, þar sem er enginn krabbi og enginn sársauki.

 Guð blessi og styrki fjölskyldu Ástu Lovísu í gegnum þessa erfiðu tíma og þessa miklu sorg.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnus frænkulíusinn minn

Hún sætasta skemmtilegasta yndislegasta frænkan mín gladdi mig með þeim fréttum í dag að hún hefur ákveðið að ég fá ekkert að vera einmanna og leggjast í sjálfsvorkun. Vitið þið hvernig hún sér til þess að það gerist ekki? Núhh, auðvitað upplýsir hún bara frænku sína um það að hún sé að kaupa flugmiða og lendi á Hahn eftir viku og ætlar að vera hjá mér í 5 daga LoL Ekki amalegt það. Það eina leiðinlega er að ég þarf að vinna alla virku dagana en við höfum allavega helgina og kvöldin saman. Svo vitum við ekki ennþá hvernig hún ætlar að komast út á flugvöll daginn sem hún fer heim þar sem að ég þarf að vinna. En hún Sunna mín hefur aldrei látið svoleiðs smámuni stoppa sig þannig að hún er bara að koma og kanski byrjuð að pakka. Nei djók, Sunna pakkar ekki fyrr en 5 mín áður en flugvélin fer í loftið Wink

 Jæja, vildi bara deila þessum gleðifréttum með ykkur.

Heyrði í Troy áðan, við fengum að tala í okkar 15 mín sem að var náttúrulega allt of stutt en betra en ekkert. Alveg yndislegt að heyra í honum röddina, sakna hans heilan helling. Hann segist hafa það allt í lagi en ég heyrði á honum að hann er með voða heimþrá.


Mér finnst þið frekar glötuð

Já, viðurkenni það bara. Mér finnst frekar glatað að ég sé að halda úti bloggsíðu fyrir ykkur (þó að ég sé ekki alltaf dugleg að blogga) og fólk nennir ekki að hafa fyrir því að kvitta. Ég tala nú ekki um þegar að maður skrifar blogg eins og síðasta bloggið mitt var að þá er gott að heyra frá þessu fáu vinum sem að maður á eftir og fjölskyldu.

Mér er farið að líða betur en hef miklar áhyggjur af manninum mínum. Mér heyrist hljóðið í honum ansi dauft og að hann sé með mjög mikla heimþrá.

Ég er að íhuga að læsa bloggsíðunni minni því að það sést alveg á teljaranum að það er fullt af fóki að koma hingað inn en enginn kvittar þannig að ég veit ekkert hvort að þetta sé ókunnugt fólk eða eitthvað af mínu fólki. Ég vil síður þurfa að læsa blogginu en ég geri það hiklaust ef að þetta heldur svona áfram.

 Bara svona uppá gamanið að þá setti ég loks inn myndirnar frá því að Jórunn og Ellen voru hérna og þetta eru hundrað og eitthvað myndir í tveimur albúmum. Þið getið skoðað þær ef að þið viljið og svo hugsanlega KVITTA þegar að þið eruð búin.

 Blehhh Inga Birna fýlupúki Frown


Almáttugur hvað þetta er erfitt

Jæja, hann Troy minn er farinn. Hann fór í gær og ég er búin að vera eins og vængbrotinn fugl síðan, það er nú reyndar vægt til orða tekið. Mig langar að gráta endalaust en get það ekki af því að ég get ekki sýnt Wyatt hvað ég er niðurbrotin, verð að vera sterk fyrir litla strákinn minn sem að er hetjan mín þessa dagana. Hann er svo góður við mig og svo hjálpsamur að ég held að ef að ég hefði hann ekki að þá myndi ég bara leggjast í rúmið og vorkenna sjálfri mér út í hið óendandlega. Hann veitir mér alveg þvílíkan styrk þessi elska en ég veit að þetta er líka erfitt fyrir hann þess vegna þarf ég að vera sterk. Ég hef ekki haft neina matarlyst og svaf alveg rosalega illa, en það hjálpaði að Wyatt svaf uppí hjá mér því að ég gat knúsað hann og hlustað á andardráttinn hans.

 Hvernig ætli Troy hafi það núna? Það er alveg steikjandi hiti þarna, síðast þegar að hann kíkti á hitastigið þarna að þá var yfir 40 C klukkan þrjú að nóttu, Hann þarf að sofa í einhverju tjaldi með fullt af öðrum mönnum og ef ég þekki manninn minn rétt að þá er hann nú þegar að farast úr heimþrá.

Ég sit hérna og vorkenni mér alveg út í hið óendanlega og mér finnst ég eiga svo bágt en ég held að þetta sé mun erfiðara fyrir minn heitt elskaða mann heldur en mig.

Ég ætla bara að reyna að hafa nóg að gera og svo hlökkum við bara til að koma til Íslands eftir 28 daga.

Ég ætla að athuga hvort að ég geti hent inn myndum sem að ég tók af Troy áður en hann fór.

Troy leaving 18 may 07 001 Troy leaving 18 may 07 002 Troy leaving 18 may 07 003

Troy leaving 18 may 07 004 Troy leaving 18 may 07 005 Troy leaving 18 may 07 006


Ísland

Jæja, þá er búið að kaupa farmiðana handa mér og stubbaling til Íslands í sumar þökk sé henni móður minni Grin Ég er búin að fá pláss á hundahóteli fyrir Harley og við erum bara að koma eftir einn og hálfan mánuð. Við munum lenda um miðnætti 16. júní og er planið að rjúka heim og koma mér og stráknum í bælið svo að við getum farið með mömmu/ömmu í bæinn á 17. júní Smile Ég og Wyatt höfum ekki fengið að upplifa 17. júní síðan árið 2003 þannig að ég er búin að panta sól og blíðu þennan dag í Reykjavík. Við munum vera á Fróni í 3 heilar vikur, sem sagt til 7. júlí.

 En eins og ég hlakka nú til að koma til Íslands að þá stækkar hnúturinn í maganum mínum með hverjum deginum sem líður því að það styttist óðum í að hann Troy minn fari frá okkur Crying En vonandi verður þetta ekkert of lengi að líða.

 Hér gengur allt sinn vanagang, allir hressir og kátir eins og alltaf.

Þór kom hingað og eyddi tveimur vikum úti á plani hjá okkur að dúlla eitthvað í jeppanum sínum. Hann fékk alveg yndislegt veður og varð alveg kaffibrúnn og hraustlegur og svo sá ég um að bæta á hann nokkrum kílóum á meðan að hann var í fæði hjá mér Wink Hann var ekki alveg jafn sáttur við kílóin og hann var með brúnkuna en hann kvartaði ekki á meðan hann borðaði matinn sem að ég eldaði ofan í hann...hehehe...

 Annars er þetta svona það helsta í fréttum þessa dagana.

 Þar til næst...


Guð hjálpi mér í þessari bloggleti minni

Almáttugur hvað ég á stundum erfitt með að halda þessu blessaða bloggi uppi.

 Ég er að vinna eins og brjálæðingur í Apríl, ótrúlegt en satt að þá er ég að vinna ALLA vikudaga í Apríl mánuði, heila vinnudaga í þokkabót. Mér líður bara eins og ég sé í alvöru vinnu Wink

Wyatt er að fara í páskafrí á Föstudaginn (eða springbrake eins og það kallast hér) en hann verður samt í gæslunni alla daga þar sem að ég þarf að vinna. En ég held að honum finnist miklu skemmtilegra í gæslunni hvort eð er. Þau gera alltaf eitthvað skemmtilegt eins og t.d. að fara á skauta og þess háttar.

Þór er kominn um borð í Norrænu og mun lenda í DK á laugardaginn og ætlar svo að keyra hingað til okkar á hans fjallabíl og vera hjá okkur í ca 10 daga skilst mér.

Svo styttist bara í það að Troy fari frá okkur og erum við bara á fullu að undirbúa allt áður en hann fer.

Ég veit ekki enn með Íslandsför fyrir mig og Wyatt, það gæti hugsanlega gerst að við kæmumst ekki en ekkert er vitað að svo stöddu.

Ég veit að þetta er allt voða hrátt en ég bara kann ekki að halda úti bloggi.

Later...


Merkilegur dagur

Ég bara verð að merkja þennan dag. Í dag er semsagt fyrsti dagurinn sem að við fáum almennilegan snjó hérna. Það verður gaman að sjá hvað þessi "vetur" endist lengi. Harley og Wyatt réðu ekki við sig af kæti þegar að við fórum út í morgun að sjá þennan snjó.

Mig langaði bara að deila með ykkur að það er líka "vetur" í Þýskalandi (þó að í raun sé komið vor, en í tilefni af því byrjaði að snjóa hjá okkur).


Bloggleti

Fyrr má nú aldeilis vera bloggletin í manni. Ég hef litið hér inn annaðslagið í þeim tilgangi að blogga eitthvað en ég hef verið algjörlega tóm í kollinum.

Wyatt var með sleepover um helgina, vinur hans hann Alex kom hingað snemma á laugardagsmorgun og var hér til seinnipart sunnudags. Þeir skemmtu sér alveg konunglega, það var leikið úti í byssó, það var leikið inni í byssó, það var borðað endalaust magn af nammi og svo var glápt á endlausar DVD myndir. Þeir fóru að sofa held ég einhverntíman eftir miðnætti og voru vaknaðir fyrir klukkan sjö morguninn eftir. Semsagt, frábær helgi fyrir 7 ára strákpjakka Smile

 Wyatt tekur voða nærri sér að pabbi hans sé að fara, hann er voða hræddur um að eitthvað komi fyrir hann. Það eiginlega kom okkur alveg rosalega á óvart hversu mikið barnið veit og spurningarnar sem að hann spurði okkur. Það er greinilegt að krakkarnir í skólanum tala mikið um hvað foreldrar þeirra eru að gera og svona því að Wyatt spurði með tárin í augunum hvað pabbi sinn ætlaði að gera ef að vondu kallarnir kæmu að honum þegar að hann væri sofandi Frown. Ekki höfðum við hugmynd að hann vissi svona mikið. Þetta var allavega eins og blaut tuska í andlitið á mér, ég var búin að vorkenna sjálfri mér svo mikið að Troy væri að fara og allt það að ég algjörlega áttaði mig bara ekki á því að auðvitað hefur þetta líka mikil áhrif á Wyatt. Þannig að ég og Wyatt ætlum að vera sterk saman og vonandi kíkja til Íslands í tvær vikur eða svo og svo þegar að Troy kemur aftur í endan á ágúst eða byrjun á september að þá erum við búin að lofa Wyatt að við ætlum í legoland Grin. Þannig að hann hefur eitthvað til að hlakka til.

Það styttist í að Troy fari, við erum ekki enn búin að fá dagsetningu en mjög líklega fer hann í byrjun Mai. Semsagt eftir kanski 5-6 vikur eða svo.

 Jæja, ég er með bloggleti aldarinnar og nenni ekki meiru. Endilega kvittið nú fyrir ykkur, það er svo gaman að sjá hver les bloggið mitt. Ég vil ekki trúa því að það séu bara 4-5 hræður sem að lesa ruglið í mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband