Back to school

Jæja, þá er fyrsti skóladagurinn á morgun og ég er búin að þvo, strauja og brjóta fallega saman nýju fötin hans Wyatts svo að hann verði fínn á morgun :) Hann verður í öllu nýju fyrir utan sokkar og nærbuxur.

Ég veit ekki alveg af hverju ég hlakka svo til að barnið fari aftur í skóla og að hann sé að byrja í öðrum bekk. Kanski er ég bara að reyna að gera þetta eins séstakt og hægt er svo að hann verði kanski pínu spenntur að fara í skólann líka.

Hann er búinn að raða öllu skóladótinu í nýju skólatöskuna sína og minna mig svona 10 sinnum á að nú þurfi ég að muna að smyrja handa honum nesti fyrir morgundaginn.

Um helgina er búið að vera alveg yndislegt veður og fórum við Wyatt í sund í gær. Ég lá í slólinni á meðan að hann buslaði í lauginni þar til hann var orðinn blár af kulda Undecided Laugarnar hérna eru nefninlega alveg skítkaldar. Ég kem mér aldrei í þær því að þær eru svo kaldar. En honum fannst nú gaman þrátt fyrir að hann varð að bláum íspinna og ég lofaði honum því að við myndum fara aftur strax um morguninn næsta dag. Þannig að í morgun þá fórum við beint í sund og hann í ísköldu laugina og ég kom mér fyrir í grasinu á handklæðinu mínu og spókaði mig í sólinni. Hann þurfti nú að koma uppúr alloft til að hlýja sér í sólinni og hitanum en svo stökk hann aftur ofaní. Honum finnst laugarnar á Íslandi miklu betri segir hann því að þær eru ekki svona kaldar. Ég verð nú að vera alveg sammála honum með það.

Eftir sund fórum við í göngutúr með Harley og svo kom Valerie til mín og við héldum áfram að spóka okkur í sólinni og lesa slúðurblöð Smile Þannig að í kvöld er ég eins og gangandi risavaxinn tómatur.

En ég vil frekar vera rauð en hvít þannig að ég er bara sátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra hvað þið hafið það huggulegt í góða veðrinu. Sé þig alveg fyrir mér eldrauða að smyrja nesti handa Wyatt fyrir skólann

Knús & kossar 

Jósa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:21

2 identicon

Þú getur farið um víða veröld en finnur hvergi eins góðar sundlaugar og á Íslandi.  En ég sé drenginn alveg fyrir mér með sundgleraugun að kafa og rassinn upp úr og bláar varir af kulda.  Þá væri nú gott að hafa heita pottinn hennar ömmu til að hlýja sér í.    Kominn í 2. bekk, þetta lýður allt of hratt, hann stefnir bara í táninginn.  Koss og knús frá ömmu.

Íris, mamma, amma, tengdó (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband