Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 2. september 2007
Flutningar, eina ferðina enn
Jæja ég hef tekið þá stóru ákvörðun eina ferðina enn að flytja bloggið mitt. Ég er flutt á www.123.is og linkurinn á bloggið mitt er www.123.is/vickers Síðan er læst og þið getið sent mér e-mail ef að þið viljið aðgang.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
Back to school
Jæja, þá er fyrsti skóladagurinn á morgun og ég er búin að þvo, strauja og brjóta fallega saman nýju fötin hans Wyatts svo að hann verði fínn á morgun :) Hann verður í öllu nýju fyrir utan sokkar og nærbuxur.
Ég veit ekki alveg af hverju ég hlakka svo til að barnið fari aftur í skóla og að hann sé að byrja í öðrum bekk. Kanski er ég bara að reyna að gera þetta eins séstakt og hægt er svo að hann verði kanski pínu spenntur að fara í skólann líka.
Hann er búinn að raða öllu skóladótinu í nýju skólatöskuna sína og minna mig svona 10 sinnum á að nú þurfi ég að muna að smyrja handa honum nesti fyrir morgundaginn.
Um helgina er búið að vera alveg yndislegt veður og fórum við Wyatt í sund í gær. Ég lá í slólinni á meðan að hann buslaði í lauginni þar til hann var orðinn blár af kulda Laugarnar hérna eru nefninlega alveg skítkaldar. Ég kem mér aldrei í þær því að þær eru svo kaldar. En honum fannst nú gaman þrátt fyrir að hann varð að bláum íspinna og ég lofaði honum því að við myndum fara aftur strax um morguninn næsta dag. Þannig að í morgun þá fórum við beint í sund og hann í ísköldu laugina og ég kom mér fyrir í grasinu á handklæðinu mínu og spókaði mig í sólinni. Hann þurfti nú að koma uppúr alloft til að hlýja sér í sólinni og hitanum en svo stökk hann aftur ofaní. Honum finnst laugarnar á Íslandi miklu betri segir hann því að þær eru ekki svona kaldar. Ég verð nú að vera alveg sammála honum með það.
Eftir sund fórum við í göngutúr með Harley og svo kom Valerie til mín og við héldum áfram að spóka okkur í sólinni og lesa slúðurblöð Þannig að í kvöld er ég eins og gangandi risavaxinn tómatur.
En ég vil frekar vera rauð en hvít þannig að ég er bara sátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Játning dagsins
Ég verð bara að viðurkenna að ég er glataður bloggari. ég er meira að segja komin á það stig að mér finnst bara orðið pínlegt að reyna að finna uppá einhverju til að blogga um. Ég er mikið að hugsa um hvort að ég eigi ekki bara að hætta þessari vitleysu, en ég er bara svo hrædd um að þá missi ég öll tengsl við vini og vandamenn. Ég held nefninlega að ástæða þess að vinir mínir og ég séum ennþá svona náin þrátt fyrir langa fjarveru og sjaldgæf tal sambönd sé vegna bloggsins míns. Fólki finnst ég kanski ekki svo langt í burtu fyrir vikið. En eins og ég segi, er ég komin með frekar mikið leið á að blogga og svo fæ ég hvort eð er ekki alveg jafn mikið til baka eins og ég myndi vilja. Þannig að ég veit ekki hvort að ég á eitthvað að vera að halda þessu áfram.
Ég hugsa stundum að ef ég hætti blogginu að þá kanski "heyri" ég meira í fólki þ.e. að kanski leggur það meira á sig við að fá fréttir af okkur og kanski hringir í okkur eða eitthvað þess háttar. En ég held að kaldi raunveruleikinn sé bara sá að ég muni ekkert heyra meira í fólki, sem ég ætla ekkert að kippa mér mikið upp við en það sem að ég er hræddust um er að vinir mínir munu kanski verða fjarlægari með tímanum. Það er kanski auðveldara að "gleyma" mér ef að það er ekki hægt að laumast til að kíkja í "heimsókn" á bloggið mitt.
Æ ég veit það ekki. Svo stundum finnst mér mjög gott að hafa þetta blogg eins og þegar að Troy fór að þá fannst mér gott að tjá mig hér o.þ.h. Þetta eru bara svona hugleiðingar.
Annars kom Valerie til mín í gær og við ákváðum að njóta þessa litlu sólar sem að ákvað að skína hér í gær og láum úti í garði. Síðan kom David maðurinn hennar og ég eldaði þennan fína kjúlla og bauð þeim í mat. Í eftirrétt vorum við með íslenska skúffuköku sem að ég og Wyatt bökuðum á föstudaginn. Alveg nammi góð máltíð, þó ég segi sjálf frá. Það vantaði bara ástina mína einu sönnu hann Troy minn, en það fer nú að styttast í að hann fari að koma. Bara mánuður eða svo.
Svo er ég búin að finna bíl handa Troy sem að ég ætla að festa kaup á á Þriðjudaginn :) Haldiði að kallinn fái ekki þennan fína litla sæta Suzuki Grand Vitara jeppa .Ég er bara hálf abbó, mig langar svo í hann...hehehe...En þetta er alltí lagi, ég á hann nú líka ég get huggað mig við það. Svo er gulllitaði focusinn minn alveg frábær bíll líka.
Svo núna er nú bara vika í að skólinn byrji hjá stubbaling. Drengurinn að fara í annan bekk, ég er bara ekki að átta mig á þessu. Ég held að ég sé spenntari en hann að sjá hvaða kennara hann fær og hvort að það verða einhverjir krakkar í bekknum hans sem að hann þekkir frá síðasta skólaári. En það fáum við að vita á föstudagskvöld.
Jæja, ég ætla að fara og fá mér skúffuköku bita. Slef og slurp.
Kanski að ég baki aðra köku í vikunni og tek í vinnunna fyrir kellurnar þar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 4. ágúst 2007
Mikið var að sólin kom til Þýskalands.
Jáh, ég var aðeins of góð við ykkur Íslendingana. Ég kom með sólina og góða veðrið með mér í Júní en ég alveg steingleymdi að taka það með mér aftur til Þýskalands þegar að ég fór aftur. Þannig að hér er búið að vera frekar mikil rigning og óspennandi veður. En í dag kom blessuð sólin og í tilefni af því fór ég í tveggja tíma göngutúr með voffalinginn og stráklinginn og kom svo heim og lá úti í garði í alveg klukkutíma. Þá var klukkan orðin sjö, þannig að mér fannst að ég þyrfti kanski að koma inn og finna eitthvað ætilegt fyrir okkur mæðginin.
Í dag fórum við Wyatt líka og keyptum skóladót fyrir hann, við meira að segja keyptum nýjan flottan bakpoka og nestisbox í stíl þ.e. Shrek þema og svo fékk hann stílabækur í Garfield og Spongebob og ég veit ekki hvað. Hann er allavega alveg rosalega ánægður með þetta allt saman. Hann var að tala um það áður en við fórum að versla hvað hann hlakkaði ekkert til að fara í skólann en eftir að hann fékk allt nýja skóladótið að þá held ég að hann hlakki nú eitthvað örlítið til núna .
Annars langar mig bara að koma því á framfæri að mér finnst helgarnar allt of fljótar að líða. Ég vil eiga fleirri en einn svona dag í viku.
Svo ætla ég eflaust þar næstu helgi með pjakkinn minn niður í bæ og kíkja í H&M og athuga hvort að ég geti ekki fundið einhver föt á götustrákinn minn. Þegar að ég segi götustrák þá segi ég það vegna þess að 90% af buxunum hans eru götóttar á hnjánum og 8% eru orðnar of stuttar þannig að hann á bara 2% buxur sem að passa og eru ekki götóttar. Svo væri nú líka gaman að eiga nýtt outfit svona fyrsta daginn í skólann og með nýju skólatöskuna og allt það. En ég verð að bíða í 2 vikur þar sem að mér tókst að eyða 100 dollurum í bara Wyatt í dag. Skóladót og svo fann ég tvennar flottar skyrtur á hann og keypti svo sokka og svona smotterí líka. Haldiði að hann hafi verið pínu dekraður í dag Æji mér finnst það bara allt í lagi, það er ekki eins og það gerist nú oft.
En ég verð að segja ykkur frá dramanu hans Wyatts í dag. Í BX á Ramstein er svona "spilakassi" eða hvað það nú kallast. Þetta sem að maður setur pening í og það er svona kló og maður á að stýra henni að einhverjum bangsa eða eitthvað sem að maður vill og svo ýtir maður á takkan og þá fer hún niður og á að ná í það sem að maður vill. Nema eins og allir vita að þá fær maður ALDREI neitt úr þessum vélum. Wyatt var búin að suða allan daginn um að fá að prófa þetta og ég var alltaf að segja honum að þetta væri bara drasl og ég vélin myndi bara taka peninginn hans og láta hann ekki fá neitt í staðinn. Anyways, það endar með því að ég læt hann fá 50 cent og segi honum að hann ráði hvort að hann setji hann í sparibaukinn þar sem að hann veit að hann mun alltaf eiga peninginn sinn eða hann megi prófa þetta blessaða tæki, en að ég væri búin að vara hann við og þetta væri eins og að henda peningum í ruslið. Auðvitað velur hann það seinna, fer rosa spenntur í tækið og allan tíman er ég að reyna að útskýra fyrir honum að þetta sé bara að henda peningum í ruslið. Hann setur peninginn í, stýrir dótinu og ýtir svo á takkann og viti menn, auðvitað vann hann EKKERT. Hann varð rosa sár og byrjaði að kenna mér um, svo vildi hann fá peninginn sinn til baka og svo endaði þetta bara með því að hann fór skælandi út í bíl og hann alveg niðurbrotinn.
Ég benti honum bara á á góðu nótunum að næst ætti hann kanski að hlusta á mömmu sína þegar að hún er að reyna að gefa honum góð ráð. Við skulum sjá hvort að hann geri það, ég alveg STÓR efa það En vonandi lærði hann eitthvað af þessu. En hann er búin að gleyma þessu núna hann er svo upptekinn að "sortera" allt nýja skóladótið
Jæja, Troy er komin á MSN, ég er rokin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Í næsta mánuði :)
Yesssss, nú getum við farið að tala um að Troy komi heim í NÆSTA mánuði Í tilefni af því að þá erum við búin að bóka hótelherbergi og kaupa tveggja daga miða í Legolandi þann 27.-29. september. Bara stuð og bara gaman.
Nú svo er litla barnið mitt að fara að byrja í öðrum bekk í þessum mánuði. Mér finnst hann stækka allt of fljótt. Mér finnst allt of langt síðan að hann var litli bleyjubossinn minn og hann passaði í fangið mitt þegar að ég hélt á honum. Hann verður orðinn táningur áður en ég veit af.
Við erum búin að bóka okkur íbúð í Austurríki um jólin og ætlum ég, Troy, Wyatt, Harley og mamma að keyra þangað og þar munum við hitta Sunnu, Sindra og Öggu. Við verðum nálægt einhverju fínu skíðasvæði og ætlum bara að hafa gaman :) Ég hlakka ekkert smá til. Það verður fínt að hafa svona afslappandi jól, síðustu jól voru nefninlega ekkert voðalega afslappandi. Þegar maður er á Íslandi að þá hefur maður einhvernveginn nóg annað að gera en að slappa af. Ég elska að hitta ykkur öll og myndi ekki breyta neinu en það er fínt að geta haft róleg jól, þá getur maður líka notið hátíðarinnar betur :)
Annars er nú því miður ekki neitt að frétta. Hér gengur lífið bara sinn vanagang og nóg að gera hjá okkur alltaf :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
Happy Birthday Troy loverboy ;)
Jamm, hann Troy boy á afmæli í dag Hann einmitt spurði mig að því hvernig það væri að eiga "Sugar daddy" sem eiginmann. Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég finn ekki mikinn mun Ég veit ekki hvort að það sé útaf því að ég er að eldast líka að einfaldlega af því að HANN ER EKKI EINU SINNI HÉRNA HJÁ MÉR!!! Hmmmm, hvað haldið þið?
Jæja, hann opnaði gjöfina frá mér sem að var svaka bók um seinni heimstyrjöldina með fullt af myndum og svona fín bók fyrir hermanninn minn Svo var þarna náttúrulega dvd diskurinn með öllum klippunum af ykkur að óska honum til hamingju með daginn, sem Sunna frænka hjálpaði mér að púsla saman og gera bara helvíti flottan þó að ég segi sjálf frá. Ég vissi ekki hvert maðurinn ætlaði þegar að hann var búinn að horfa á blessaða diskinn. Hann var svo ánægður að ég held að það hafi bara verið stutt í tárinn hjá manninum sem að aldrei grætur. Hann talaði ekki um neitt annað hvað þetta hefði verið æðisleg gjöf, að þetta væri besta gjöf sem að hann hefur nokkurn tíman fengið og ég veit ekki hvað.
Þannig að ég vil þakka öllum þeim sem að leyfðu mér að vidjóa sig og lögðu það á sig að koma með smá kveðjur á ensku fyrir minn heittelskaða. Þið öll gerðuð afmælisdaginn hans einn þann eftirminnilegasta sem að hann hefur átt. Takk allir saman fyrir hjálpina og hugulsemina þetta sýnir bara enn og aftur hvað ég á yndislega vini og fjölskyldu. Þið eruð æði og ég er svo þakklát fyrir ykkur.
En lífið hefur tekið sinn vanagang hér í Þýskalandinu. Alltaf brjálað að gera hér.
Síðustu helgi fórum ég, Hrefna og Valerie í smá verslunarleiðangur og gat ég nú keypt mér eitthvað smotterí af fötum og er alveg rosalega ánægð með það. Enda leyfi ég mér ekki svoleiðis lúxus oft, en það var orðið ansi nauðsynlegt fyrir mig að fá nýjan fatnað.
Í dag erum við Troy líka að fagna því að í dag eru akkúrat 2 mánuðir og 1 dagur síðan að hann fór þannig að nú getum við byrjað að telja niður þar sem að hann er meira en hálfnaður núna
Þið verðið bara að afsaka bloggletina í mér en það er aldrei neitt að gerast sem að er vert að skrifa um.
Svo er planið að fara að læsa síðunni eða kanski að færa mig (er að pæla í að færa mig þar sem að er auðveldara að setja inn myndir, það er frekar mikið glatað hér), er ennþá að ákveða mig. En ég mun eflaust læsa síðunni eftir 2 vikur eða svo þannig að þið verðið bara að senda á mig e-mail eða kommenta hér að neðan til að fá lykilorðið. Svo þegar að ég hef læst að þá vil ég biðja ykkur að vinsamlegast halda lykilorðinu bara fyrir ykkur. Maður er farinn að vera frekar persónulegur hérna og er að sýna myndir og þess háttar, þannig að ég held að það sé bara sniðugast að læsa.
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 17. júní 2007
Lent á Fróni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. júní 2007
Er að leggja af stað :)
Bara vildi deila því með ykkur að ég er að fara að leggja af stað að sækja hana Valerie vinkonu mína svo að hún geti keyrt mig upp á FLUGVÖLL . Þannig að ferðalag okkar Wyatts til Íslands er að byrja eftir svona 10 mín. JIBBÍ JEY.
Vildi bara deila þessu með ykkur.
Frón here we come...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
Að pakka...
Já, mér finnst ekki gaman að pakka. Ég er að pakka núna, eða reyndar á að vera að pakka núna en ég hætti af því að ég verð bara pirruð. Mér finnst ég alltaf pakka allt of miklu en samt finnst mér ég þurfa hverja einustu flík og meira að segja meira til. Ég er að komast að því að ég á engan jakka mér til mikillar mæðu því að ekki er ég að fara til Íslands í verslunarleiðangur þar sem að allt kostar morðfjár þar. Hér er alltaf svo hlýtt á sumrin að maður þarf engan jakka og þannig var það líka á Guam þannig að ég hef aldrei þurft að kaupa neinn léttan sumarjakka eða neitt, en nú er ég að koma til Fróns og ég veit að ég þarf jakka þar og ég á engan
Þannig að það er bara leiðinlegt og pirrandi að pakka. En góðu fréttirnar eru þær að ég er að koma til Fróns ekki á morgun heldur hinn
Svo er ég alltaf svo hrædd um að ég gleymi einhverju, hverju má ég alls ekki gleyma? Fyrir utan náttúrlega vegabréfi og öllu því, þá er ég meira að meina af fötum og þess háttar.
Vildi bara aðeins að fá að tjá mig í pirringnum mínum. Núna ætla ég að halda áfram að pakka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Tjáning
Æji, ég ætla bara að nýta mér þetta blogg mitt og fá smá útrás bara. Það getur verið að þetta verði ekki beint skemmtilegt blogg en ég held að ég ætli að notfæra mér það að ég sé með bloggsíðu og blogga bara um líðan mína stundum núna á meðan að Troy er farinn.
Í kvöld er ég voða einmanna eitthvað. Mér finnst þetta allt voða einmannalegt á kvöldin. Eftir að Wyatt er farinn að sofa sit ég bara fyrir framan tölvuna öll kvöld og læt mér leiðast. Stundum að þá er ég heppin og Troy er í tölvunni á sama tíma og við getum skifst á nokkrum e-mailum og þannig náð að "tala saman" en hann getur ekki verið lengi í tölvunni því að yfirleitt er hann bara örmagna eftir 14-18 daga vinnudaga, ekki skrítið kanski. Hann er að fara að sofa kanski milli níu eða tíu á kvöldin og er að vakna á bilinu 2-4 á morgnana skilst mér. Hann er ekki enn farinn að fá einn einast frídag og ég held að hann sé bara orðinn langþreyttur. Ég aftur á móti hef það ekki í mér að gera allt sem ég þarf að gera hérna, ef að ég er ekki í vinnu, labba með hundinn, elda mat og ganga frá eftir það, hjálpa Wyatt með heimalærdóm og allt þetta allra nauðsynlegast að þá hef ég mig ekki í að þvo þvott, þrífa húsið og hvað þá hugsa um garðinn.
Ég vildi að ég ætti allavega einhverjar vinkonur hérna sem að gætu hangið með mér stundum á kvöldin og svona. Þetta verður svolítið einmannalegt til lengdar.
Æji hvað ég nenni ekki að kvarta svona og vera svona svartsýn, en stundum ræður maður ekki við sig.
Á laugardaginn er ég að fara í litunn og klippingu. Ég ætla að klippa þennan lubba af mér, ég held að það sé lífsnauðsynlegt. Hárið mitt er bara ekkert fallegt, en það verður gaman að sjá hver útkoman verður.
Ég send Troy myndir um daginn og hann var voða sár hvað það voru fáar myndir af mér en það er ekkert auðvelt að fá myndir af mér því að ég þarf að fá Wyatt til að taka þær og þá þarf ég að stilla mér upp og það er frekar óþægilegt og þá verða líka allar myndirnar eins.
En allavega bara svona til að vara ykkur við að þá er ég búin að ákveða hvað ég ætla að gefa Troy í afmælisgjöf og þið öll, mínir vinir og fjölskylda, spilið stóran part þar í. Bara svona að láta ykkur vita það núna að engin sleppur. Ég ætla að fá að taka örstutt myndband af ykkur öllum þar sem að ég myndi vilja að þið mynduð óska honum til hamingju með afmælið og kanski kasta einhverri kveðju á hann frá Íslandi. Ég veit nefninlega að hann engist alveg af því að hann getur ekki komið með til Íslands og ég veit hvað honum þykir vænt um ykkur öll. Þið eruð einu vinirnir okkar beggja og sorglegt að þá er þetta eiginlega eina fjölskyldan okkar líka þar sem að það er ekki mikill samgangur á milli okkar og hans fjölskyldu.
Eruð þið ekki öll til í að hjálpa mér með þetta og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt. Ég held að þetta eigi alveg eftir að bræða hjartað hans og gera hann voða glaðann.
17. Júní er feðradagurinn í USA og vorum við Wyatt að ljúka við að búa til smá myndband handa Troy sem að við ætlum að senda honum á morgun í von um að það komist til skila fyrir feðradaginn. Wyatt sýndi pabba sínum hvað hann er orðinn duglegur á hjólabretti og svona
Jæja, ég er ekki frá því að þetta hafi hjálpað örlítið , en það er komin háttatími á gömluna að fara að sofa með plássfrekast stráknum í öllum heiminum. En það bjargar honum alveg hvað hann er sætur
Góða nótt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar