Mánudagur, 8. janúar 2007
Að snúa við sólarhringnum
Ó aumingja strákurinn minn. Hann Wyatt átti svo rosalega erfitt með að fara að sofa í gær. Hann fór uppí rúm klukkan átta í gærkveldi og þegar að ég var að fara skríða upp í klukkan 23:30 að þá kallaði minn maður á mig og sagði mér að hann gæti ekki sofnað. Litli kallinn þurfti svo að dröslast á fætur rúmlega sex í morgun og hann var svo fölur og þreyttur að ég meiddi mig bara í hjartanu að þurfa að senda hann í skólan svona þreyttann.
Þannig að planið er að sækja hann snemma í dag, hafa bara snarl í matinn og leyfa honum svo bara að fara súper snemma að sofa. Ég held að okkur öllum veiti ekkert af því, mikið voðalega var maður búin að snúa sólarhringnum við þarna á Fróni.
En hvernig er þessi breyting að leggjast í ykkur, það er að segja að ég sé flutt hingað á blog.is? Er þetta ekki alveg að skila sér? Endilega kommentið eitthvað þó að það sé ekki nema bara nafnið ykkar svo að ég sjá hvort að þetta sé ekki að komast til skila. Allavega leggjast þessar breytingar bara vel í mig sko
Það er svona bitter sweet að vera komin aftur heim. Maður saknar alltaf ykkar vitleysinganna þarna á Fróni en það er líka voða ljúft að vera komin heim í rútínuna sína og búin að fá hundinn sinn aftur
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
líst vel á þetta blogg hjá þér Vona að þú verðir duglegri að blogga hér heldur en á gamla staðnum
Heiða
Heiða (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 21:44
Ég er svakalega ánægð með þetta, miklu þægilegra viðmót :) *5*
Pandran
Sandra Pandra (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:59
Ég er alveg sátt
Jórunn (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.