Játning dagsins

Ég verð bara að viðurkenna að ég er glataður bloggari. ég er meira að segja komin á það  stig að mér finnst bara orðið pínlegt að reyna að finna uppá einhverju til  að blogga um. Ég er mikið að hugsa um hvort að ég eigi ekki bara að hætta þessari vitleysu, en ég er bara svo hrædd um að þá missi ég öll tengsl við vini og vandamenn. Ég held nefninlega að ástæða þess að vinir mínir og ég séum ennþá svona náin þrátt fyrir langa fjarveru og sjaldgæf tal sambönd sé vegna bloggsins míns. Fólki finnst ég kanski ekki svo langt í burtu fyrir vikið. En eins og ég segi, er ég komin með frekar mikið leið á að blogga og svo fæ ég hvort eð er ekki alveg jafn mikið til baka eins og ég myndi vilja. Þannig að ég veit ekki hvort að ég á eitthvað að vera að halda þessu áfram.

Ég hugsa stundum að ef ég hætti blogginu að þá kanski "heyri" ég meira í fólki þ.e. að kanski leggur það meira á sig við að fá fréttir af okkur og kanski hringir í okkur eða eitthvað þess háttar. En ég held að kaldi raunveruleikinn sé bara sá að ég muni ekkert heyra meira í fólki, sem ég ætla ekkert að kippa mér mikið upp við en það sem að ég er hræddust um er að vinir mínir munu kanski verða fjarlægari með tímanum. Það er kanski auðveldara að "gleyma" mér ef að það er ekki hægt að laumast til að kíkja í "heimsókn" á bloggið mitt.

 Æ ég veit það ekki. Svo stundum finnst mér mjög gott að hafa þetta blogg eins og þegar að Troy fór að þá fannst mér gott að tjá mig hér o.þ.h. Þetta eru bara svona hugleiðingar.

Annars kom Valerie til mín í gær og við ákváðum að njóta þessa litlu sólar sem að ákvað að skína hér í gær og láum úti í garði. Síðan kom David maðurinn hennar og ég eldaði þennan fína kjúlla og bauð þeim í mat. Í eftirrétt vorum við með íslenska skúffuköku sem að ég og Wyatt bökuðum á föstudaginn. Alveg nammi góð máltíð, þó ég segi sjálf frá. Það vantaði bara ástina mína einu sönnu hann Troy minn, en það fer nú að styttast í að hann fari að koma. Bara mánuður eða svo.

 Svo er ég búin að finna bíl handa Troy sem að ég ætla að festa kaup á á Þriðjudaginn :) Haldiði að kallinn fái ekki þennan fína litla sæta Suzuki Grand Vitara jeppa .Ég er bara hálf abbó, mig langar svo í hann...hehehe...En þetta er alltí lagi, ég á hann nú líka ég get huggað mig við það. Svo er gulllitaði focusinn minn alveg frábær bíll líka.

Svo núna er nú bara vika í að skólinn byrji hjá stubbaling. Drengurinn að fara í annan bekk, ég er bara ekki að átta mig á þessu. Ég held að ég sé spenntari en hann að sjá hvaða kennara hann fær og hvort að það verða einhverjir krakkar í bekknum hans sem að hann þekkir frá síðasta skólaári. En það fáum við að vita á föstudagskvöld.

Jæja, ég ætla að fara og fá mér skúffuköku bita. Slef og slurp.

 Kanski að ég baki aðra köku í vikunni og tek í vinnunna fyrir kellurnar þar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Legoland 27.-29?! Gæti hugsað mér að raða kubbum! Þegar ég á í hlut þá  verður að vera skófla, haki, rörtöng og lítil grafa! Tökum dagspart í að setja upp nýja útfærslu af Afríku!!! Elephants and all! Kær kveðja, thors

thors (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 09:50

2 identicon

Elsku dramadrottningarkellan mín ;) í guðs bænum ekki hætta að blogga! Djöfuls dugnaður í þér í bakstrinum!! Ég er forvitin að vita hvort þú hafir hrært í uppskriftina mína ;) Nú fer að styttast í hann Troy þinn heldur betur! Sá verður ánægður að fá nýjan bíl við heimkomuna :) ég er svo alltaf að láta mig dreyma um húsmæðraorlof til þín! Er að spá í að fara í bankana og biðja um styrki ;)

Lovjú steve!

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 23:10

3 identicon

Góða bíttíana... Nei djók :)

 Ferð ekkert að hætta og blogga eins og lúser, ég veit t.d að DÓRA kíkir aldrei eða hér um bil aldrei á mitt blogg... Einu skiptin sem hún kíkir (þarf bæ ðe vei að biðja um slóðina jú sí) er þegar ég segi henni frá einhverju bloggi og hún verður forvitin.

Stutt í að Troy komi heim og það á eftir að vera stuð... Hérna er allt brjálað í útlanda flutningum, ívar fer eftir viku og þá fæ ég brota brot að prófa það sem þú prófaðir. Jámm þannig að EKKI hætta að blogga, bloggaðu fyrir þig og okkur 3-4 sem kíkjum á þig :)

 Lofjú Steve!

Pandran (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 23:39

4 identicon

Hvaða djöfuls skítaskot var þetta Vippa!!! Þú bloggar svo sárasjaldan að maður bara gleymir linknum á milli bloggfærslna ;) svo bloggaru á dulkóða og svona ljóskur eins og ég eiga svo erfitt með að skiljaða!

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband