Mikið var að sólin kom til Þýskalands.

Jáh, ég var aðeins of góð við ykkur Íslendingana. Ég kom með sólina og góða veðrið með mér í Júní en ég alveg steingleymdi að taka það með mér aftur til Þýskalands þegar að ég fór aftur. Þannig að hér er búið að vera frekar mikil rigning og óspennandi veður. En í dag kom blessuð sólin og í tilefni af því fór ég í tveggja tíma göngutúr með voffalinginn og stráklinginn og kom svo heim og lá úti í garði í alveg klukkutíma. Þá var klukkan orðin sjö, þannig að mér fannst að ég þyrfti kanski að koma inn og finna eitthvað ætilegt fyrir okkur mæðginin.

 Í dag fórum við Wyatt líka og keyptum skóladót fyrir hann, við meira að segja keyptum nýjan flottan bakpoka og nestisbox í stíl þ.e. Shrek þema og svo fékk hann stílabækur í Garfield og Spongebob og ég veit ekki hvað. Hann er allavega alveg rosalega ánægður með þetta allt saman. Hann var að tala um það áður en við fórum að versla hvað hann hlakkaði ekkert til að fara í skólann en eftir að hann fékk allt nýja skóladótið að þá held ég að hann hlakki nú eitthvað örlítið til núna Wink.

Annars langar mig bara að koma því á framfæri að mér finnst helgarnar allt of fljótar að líða. Ég vil eiga fleirri en einn svona dag í viku.

Svo ætla ég eflaust þar næstu helgi með pjakkinn minn niður í bæ og kíkja í H&M og athuga hvort að ég geti ekki fundið einhver föt á götustrákinn minn. Þegar að ég segi götustrák þá segi ég það vegna þess að 90% af buxunum hans eru götóttar á hnjánum og 8% eru orðnar of stuttar þannig að hann á bara 2% buxur sem að passa og eru ekki götóttar. Svo væri nú líka gaman að eiga nýtt outfit svona fyrsta daginn í skólann og með nýju skólatöskuna og allt það. En ég verð að bíða í 2 vikur þar sem að mér tókst að eyða 100 dollurum í bara Wyatt í dag. Skóladót og svo fann ég tvennar flottar skyrtur á hann og keypti svo sokka og svona smotterí líka. Haldiði að hann hafi verið pínu dekraður í dag Grin Æji mér finnst það bara allt í lagi, það er ekki eins og það gerist nú oft.

 En ég verð að segja ykkur frá dramanu hans Wyatts í dag. Í BX á Ramstein er svona "spilakassi" eða hvað það nú kallast. Þetta sem að maður setur pening í og það er svona kló og maður á að stýra henni að einhverjum bangsa eða eitthvað sem að maður vill og svo ýtir maður á takkan og þá fer hún niður og á að ná í það sem að maður vill. Nema eins og allir vita að þá fær maður ALDREI neitt úr þessum vélum. Wyatt var búin að suða allan daginn um að fá að prófa þetta og ég var alltaf að segja honum að þetta væri bara drasl og ég vélin myndi bara taka peninginn hans og láta hann ekki fá neitt í staðinn. Anyways, það endar með því að ég læt hann fá 50 cent og segi honum að hann ráði hvort að hann setji hann í sparibaukinn þar sem að hann veit að hann mun alltaf eiga peninginn sinn eða hann megi prófa þetta blessaða tæki, en að ég væri búin að vara hann við og þetta væri eins og að henda peningum í ruslið. Auðvitað velur hann það seinna, fer rosa spenntur í tækið og allan tíman er ég að reyna að útskýra fyrir honum að þetta sé bara að henda peningum í ruslið. Hann setur peninginn í, stýrir dótinu og ýtir svo á takkann og viti menn, auðvitað vann hann EKKERT. Hann varð rosa sár og byrjaði að kenna mér um, svo vildi hann fá peninginn sinn til baka og svo endaði þetta bara með því að hann fór skælandi út í bíl og hann alveg niðurbrotinn.

Ég benti honum bara á á góðu nótunum að næst ætti hann kanski að hlusta á mömmu sína þegar að hún er að reyna að gefa honum góð ráð. Við skulum sjá hvort að hann geri það, ég alveg STÓR efa það Wink En vonandi lærði hann eitthvað af þessu. En hann er búin að gleyma þessu núna hann er svo upptekinn að "sortera" allt nýja skóladótið Grin

Jæja, Troy er komin á MSN, ég er rokin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott saga! Ég hefði viljað sjá sjokkið við dótakranann. Alltaf jafn brotinn yfir þessu sjálfur!!! Verður talsvert hugsað til ykkar, og engin skrök þetta með góða veðrið. Hvílíkar öfgar, ertu búin að gleyma veðrinu sem þú komst með um jólin? Jæja, sættumst á 1-1. Mér er bumbult af frábæru kaffi!!! Kannist þið nokkuð við soleiðis!!! Handónýt þessi fjarlægð á kall-skúnknum!!! Valla vinnandi vegur með eitthvað samband. En hvað á að gera???!!!! Ykkar vinur, og takk!!! Thors

thors (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 02:24

2 identicon

Greyjið Wyatt!!! Ég skil það vel hann hafi verið svekktur!!

Ég sé hann líka alveg fyrir mér sætastann með allt skóladótið :) ég man sjálf síðan ég var lítil hvað þetta var alltaf spennandi og gaman á haustin.

Vonandi hafið þið það sem best!!

Kossar og stórt knús frá okkur!

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband