Fimmtudagur, 14. júní 2007
Að pakka...
Já, mér finnst ekki gaman að pakka. Ég er að pakka núna, eða reyndar á að vera að pakka núna en ég hætti af því að ég verð bara pirruð. Mér finnst ég alltaf pakka allt of miklu en samt finnst mér ég þurfa hverja einustu flík og meira að segja meira til. Ég er að komast að því að ég á engan jakka mér til mikillar mæðu því að ekki er ég að fara til Íslands í verslunarleiðangur þar sem að allt kostar morðfjár þar. Hér er alltaf svo hlýtt á sumrin að maður þarf engan jakka og þannig var það líka á Guam þannig að ég hef aldrei þurft að kaupa neinn léttan sumarjakka eða neitt, en nú er ég að koma til Fróns og ég veit að ég þarf jakka þar og ég á engan
Þannig að það er bara leiðinlegt og pirrandi að pakka. En góðu fréttirnar eru þær að ég er að koma til Fróns ekki á morgun heldur hinn
Svo er ég alltaf svo hrædd um að ég gleymi einhverju, hverju má ég alls ekki gleyma? Fyrir utan náttúrlega vegabréfi og öllu því, þá er ég meira að meina af fötum og þess háttar.
Vildi bara aðeins að fá að tjá mig í pirringnum mínum. Núna ætla ég að halda áfram að pakka.
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 317
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ dúllan mín!
Ég veit að ég er ekki sú allra duglegasta að kommenta hérna hjá þér, en ég get samt ekki beðið eftir að þú komir heim. Hlakka til að knúsa ykkur í tætlur!!!!!!!!
Kossar og knús, Benný
Benný (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.