Tjáning

Æji, ég ætla bara að nýta mér þetta blogg mitt og fá smá útrás bara. Það getur verið að þetta verði ekki beint skemmtilegt blogg en ég held að ég ætli að notfæra mér það að ég sé með bloggsíðu og blogga bara um líðan mína stundum núna á meðan að Troy er farinn.

Í kvöld er ég voða einmanna eitthvað. Mér finnst þetta allt voða einmannalegt á kvöldin. Eftir að Wyatt er farinn að sofa sit ég bara fyrir framan tölvuna öll kvöld og læt mér leiðast. Stundum að þá er ég heppin og Troy er í tölvunni á sama tíma og við getum skifst á nokkrum e-mailum og þannig náð að "tala saman" en hann getur ekki verið lengi í tölvunni því að yfirleitt er hann bara örmagna eftir 14-18 daga vinnudaga, ekki skrítið kanski. Hann er að fara að sofa kanski milli níu eða tíu á kvöldin og er að vakna á bilinu 2-4 á morgnana skilst mér. Hann er ekki enn farinn að fá einn einast frídag og ég held að hann sé bara orðinn langþreyttur. Ég aftur á móti hef það ekki í mér að gera allt sem ég þarf að gera hérna, ef að ég er ekki í vinnu, labba með hundinn, elda mat og ganga frá eftir það, hjálpa Wyatt með heimalærdóm og allt þetta allra nauðsynlegast að þá hef ég mig ekki í að þvo þvott, þrífa húsið og hvað þá hugsa um garðinn.

 Ég vildi að ég ætti allavega einhverjar vinkonur hérna sem að gætu hangið með mér stundum á kvöldin og svona. Þetta verður svolítið einmannalegt til lengdar.

Æji hvað ég nenni ekki að kvarta svona og vera svona svartsýn, en stundum ræður maður ekki við sig.

 Á laugardaginn er ég að fara í litunn og klippingu. Ég ætla að klippa þennan lubba af mér, ég held að það sé lífsnauðsynlegt. Hárið mitt er bara ekkert fallegt, en það verður gaman að sjá hver útkoman verður.

Ég send Troy myndir um daginn og hann var voða sár hvað það voru fáar myndir af mér en það er ekkert auðvelt að fá myndir af mér því að ég þarf að fá Wyatt til að taka þær og þá þarf ég að stilla mér upp og það er frekar óþægilegt og þá verða líka allar myndirnar eins.

En allavega bara svona til að vara ykkur við að þá er ég búin að ákveða hvað ég ætla að gefa Troy í afmælisgjöf Smile og þið öll, mínir vinir og fjölskylda, spilið stóran part þar í. Bara svona að láta ykkur vita það núna að engin sleppur. Ég ætla að fá að taka örstutt myndband af ykkur öllum þar sem að ég myndi vilja að þið mynduð óska honum til hamingju með afmælið og kanski kasta einhverri kveðju á hann frá Íslandi. Ég veit nefninlega að hann engist alveg af því að hann getur ekki komið með til Íslands og ég veit hvað honum þykir vænt um ykkur öll. Þið eruð einu vinirnir okkar beggja og sorglegt að þá er þetta eiginlega eina fjölskyldan okkar líka þar sem að það er ekki mikill samgangur á milli okkar og hans fjölskyldu.

Eruð þið ekki öll til í að hjálpa mér með þetta og reyna að gera þetta svolítið skemmtilegt. Ég held að þetta eigi alveg eftir að bræða hjartað hans og gera hann voða glaðann.

17. Júní er feðradagurinn í USA og vorum við Wyatt að ljúka við að búa til smá myndband handa Troy sem að við ætlum að senda honum á morgun í von um að það komist til skila fyrir feðradaginn. Wyatt sýndi pabba sínum hvað hann er orðinn duglegur á hjólabretti og svona Smile

Jæja, ég er ekki frá því að þetta hafi hjálpað örlítið Smile, en það er komin háttatími á gömluna að fara að sofa með plássfrekast stráknum í öllum heiminum. En það bjargar honum alveg hvað hann er sætur Tounge

 Góða nótt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku stelpan mín,  hvað þú  átt erfitt.  Vetu dugleg nú er bara rúm vika þar til þið komið til Íslands.  Ég vildi ég hefði farið inn á síðuna þína fyrr í kvöld, þá hefði ég getað hringt, en nú er klukkan orðin 1:00 hjá þér.  Hringi í þig á morgun.  Knús og koss, mamma.

Íris, mamma (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 23:04

2 identicon

Æj dúllan það fer að styttast í að þú komir, ert svooooooooooo dugleg:) Það verður svo gaman fyrir Troy að fá þetta mynband hihi. knús og kossar frá klakanum

Ellen og co (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 18:20

3 identicon

Úff já þetta hlýtur að vera erfitt :S

 En núna er ansi stutt í að þú komir "heim" og það vonandi hjálpar þér eitthvað.. Vona að tíminn verði líka fljótur að líða fyrir Troy og þetta verði liðið áður en þið bæði vitið af.

 Knús og kossar, hlakka til að sjá þig :)

Sandra (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 317

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband