Sunnus komin

Hún lenti seint á fimmtudagskvöldi og við brunuðum heim og komum öllum í rúmið þar sem að við áttum að vakna snemma næsta dag og fara með Wyatt og skólanum hans í dýragarðinn í Neunkirchen. Það var rigning allan daginn sem við vorum í dýragarðinum og Sunna neitaði að nota regnhlíf eins og sannur íslendingur og varð náttúrulega hold vot fyrir vikið Winkég aftur á móti er eitthvað minni íslendingur í mér og notaði mína regnhlíf og var bara mjög þurr og fín eftir og daginn, ég held meira að segja að ég hafi minnst á það nokkrum sinnum hvað regnhlífar væru mikil snilld og hvað ég væri þurr Grin Við tókum nokkrar myndir sem að ég ætlaði að setja inn núna ásamt fleirri myndum sem hafa verið teknar eftir að Troy fór, en myndaplássið mitt er víst fullt, þannig að það veraður að bíða betri tíma. Ég er búin að reyna að vera dugleg að taka myndir til að geta sent Troy og þið græðið bara á því í leiðinni.

 Í gær að þá fórum við að heiman klukkan 11 um morguninn og komum ekki heim fyrr en 23. Við eyddum öllum heilum deginum í búðum, Sunna keypti sér einhver ósköpin af fötum (þökk sé mér þó að ég segi sjálf frá Wink) og svo um kvöldið þá var hún svo sæt í sér og bauð okkur Wyatt út að borða á indverskan stað. Ég elska Naan brauð, það var alveg uppáhaldið mitt...hehehe...

Í gær fékk ég fullt af bréfum frá Troy og ég sé alveg á skrifunum hans að hann hefur það ansi skítt. Hann saknar okkar Wyatts allt of mikið og hann heldur sig út af fyrir sig er bara einn ef að hann er ekki í vinnu eða sofandi. Ég hef áhyggjur af honum af því að hann er svo lokaður við annað fólk, ég tel það nauðsynlegt fyrir hann að reyna að eignast einhvern vin þarna sem að hann getur allavega talað við og einhvern sem að getur stytt honum stundirnar þegar að hann er ekki í vinnu. Kanski mun þetta breytast með tímanum en akkúrat núna að þá heldur hann sig bara út af fyrir sig. Við fáum nú ekki að tala mikið saman eins og þið vitið eða bara tvö 15 mín símtöl í viku en þegar að við förum til Íslands að þá munum við ekki geta heyrt í honum í þrjár vikur af því að það mun ekki vera hægt fyrir hann að hringja til Íslands Crying Það mun vera erfitt fyrir mig og Wyatt en ég held að það eigi eftir að éta Troy upp að innan. Æji, ég hef bara eitthvað svo miklar áhyggjur af manninum mínum þessa dagana. Svo hefur hann verið að kvarta undan því að hann fái ekki nein bréf, að allir hinir séu alltaf að fá bréf frá fjölskydum og vinum en hann hefur bara mig þannig að ég hef ekki undan að senda honum svona mikið af bréfum. Þannig að ef að það er einhver þarna úti sem að vill skrifa Troy bréf annað slagið að þá skuluð þið bara senda mér meil eða láta mig fá meil addressuna ykkar og ég skal láta ykkur fá addressuna hans. Ég held að það myndi gleðja hann alveg ótrúlega mikið.

 Jæja, ég skal hætta að væla um hvað ég vorkenni Troy og enda þetta hér með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís... Gott að heyra að það sé gaman hjá ykkur frænkunum :)

Ég skil það vel að þetta sé erfitt, bæði fyrir ykkur Wyatt og síðan auðvitað Troy. Láttu mig vita hvert ég á að senda bréf, ég og Karen Lind getum dundað okkur við þetta :)

Knúsáykkur!

Hey veistu að það eru bara 12 dagar þangað til þú kemur á klakann? ;)

Sandra (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 13:19

2 identicon

Æj greyið kúrekin okkar, já láttu mig fá meilið hjá honum og öfugt, ég fæ bara í magann. Knús elskurnar hlakka til að sjá ykkur:)

Ellen og co (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband