Ásta Lovísa hetja

Mikið er þetta sorglegt og óréttlátt. Hún var svo ung og barðist eins og hetja. Ég hélt alltaf í vonina að kraftaverk myndi gerast og hún myndi læknast eða allavega eiga lengri tíma með börnunum sínum og fjölskyldu.

 Frá oktobermánuði er ég búin að lesa bloggið hennar á nánast hverjum degi og maður var alveg heillaður af hetjuskap hennar og bjartsýninni. En því miður að þá tapaði hún þessari erfiðu baráttu í dag við krabban, en hún lifir enn, hún lifir í hugum okkar og hjörtum.

 

Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug,
sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu...

Ekki veit ég hver höfundurinn er en Ásta Lovísa hafði sagt sjálf í einum af umræðunum á barnalandi að þetta kvæði væri í miklu uppáhaldi hjá henni.

Þvílíkt óréttlæti sem þetta er að taka hana svona unga, að taka hana frá börnum og unnusta og öðrum fjölskyldumeðlimum.

En hún mun vaka yfir þeim og varðveita þau þar til þau munu hittast á ný á betri stað, þar sem er enginn krabbi og enginn sársauki.

 Guð blessi og styrki fjölskyldu Ástu Lovísu í gegnum þessa erfiðu tíma og þessa miklu sorg.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rosalega fallegt ljóð.

'Eg næ því miður ekki að hittta ykkur, ég er að fljúga heim til 'Islands á laugardagskvöldið og kem ekki til baka fyrr en 12 júní. Afi minn er rosalega veikur. En ég heyri í ykkur þegar ég kem tilbaka.

H

Hrefna Líneik (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband