Sunnus frænkulíusinn minn

Hún sætasta skemmtilegasta yndislegasta frænkan mín gladdi mig með þeim fréttum í dag að hún hefur ákveðið að ég fá ekkert að vera einmanna og leggjast í sjálfsvorkun. Vitið þið hvernig hún sér til þess að það gerist ekki? Núhh, auðvitað upplýsir hún bara frænku sína um það að hún sé að kaupa flugmiða og lendi á Hahn eftir viku og ætlar að vera hjá mér í 5 daga LoL Ekki amalegt það. Það eina leiðinlega er að ég þarf að vinna alla virku dagana en við höfum allavega helgina og kvöldin saman. Svo vitum við ekki ennþá hvernig hún ætlar að komast út á flugvöll daginn sem hún fer heim þar sem að ég þarf að vinna. En hún Sunna mín hefur aldrei látið svoleiðs smámuni stoppa sig þannig að hún er bara að koma og kanski byrjuð að pakka. Nei djók, Sunna pakkar ekki fyrr en 5 mín áður en flugvélin fer í loftið Wink

 Jæja, vildi bara deila þessum gleðifréttum með ykkur.

Heyrði í Troy áðan, við fengum að tala í okkar 15 mín sem að var náttúrulega allt of stutt en betra en ekkert. Alveg yndislegt að heyra í honum röddina, sakna hans heilan helling. Hann segist hafa það allt í lagi en ég heyrði á honum að hann er með voða heimþrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, hvað ég er glöð að Sunna okkar er á leið til þín.  Það verður örugglega hjá ykkur eins og í gamla daga, bara þið tvær og svo auðvitað Wyatt, en hann er alltaf til skrauts þessi elska.  Svo er það bara Ísland 11 dögum síðar og áður en þú veist af er Troy kominn heim aftur.  Elska ykkur, knús og koss.  Mamma

Íris, mamma, amma, tengdó (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 07:23

2 identicon

Maður þorir ekki öðru en að kvitta  En frábært að hún Sunna þín sé að koma! Nú ættum við Sandra að reyna að skrapa saman aurum og skella okkur til þín líka í sumar!! Vá hvað mér veitti ekki af húsmæðraorlofi!
Lovjú!

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 08:24

3 identicon

Hæ hæ
Vona að þið frænkurnar skemmtið ykkur vel. Hlakka til að sjá ykkur.

Fríða og Brimir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband