Mér finnst þið frekar glötuð

Já, viðurkenni það bara. Mér finnst frekar glatað að ég sé að halda úti bloggsíðu fyrir ykkur (þó að ég sé ekki alltaf dugleg að blogga) og fólk nennir ekki að hafa fyrir því að kvitta. Ég tala nú ekki um þegar að maður skrifar blogg eins og síðasta bloggið mitt var að þá er gott að heyra frá þessu fáu vinum sem að maður á eftir og fjölskyldu.

Mér er farið að líða betur en hef miklar áhyggjur af manninum mínum. Mér heyrist hljóðið í honum ansi dauft og að hann sé með mjög mikla heimþrá.

Ég er að íhuga að læsa bloggsíðunni minni því að það sést alveg á teljaranum að það er fullt af fóki að koma hingað inn en enginn kvittar þannig að ég veit ekkert hvort að þetta sé ókunnugt fólk eða eitthvað af mínu fólki. Ég vil síður þurfa að læsa blogginu en ég geri það hiklaust ef að þetta heldur svona áfram.

 Bara svona uppá gamanið að þá setti ég loks inn myndirnar frá því að Jórunn og Ellen voru hérna og þetta eru hundrað og eitthvað myndir í tveimur albúmum. Þið getið skoðað þær ef að þið viljið og svo hugsanlega KVITTA þegar að þið eruð búin.

 Blehhh Inga Birna fýlupúki Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn gaman að skoða þessar myndir Mikið rosalega var gaman hjá okkur .. hlakka til að endurtaka þetta allt saman (nema kannski Sigurbogann )

En hér er mitt kvitt & ég hefði kvittað við póstinn á undan en vissi ekki hvað ég átti að segja Gott að heyra að þér líður betur, en ég er viss um að þetta verður búið áður en þú veist af. Annars sendi ég þér póst um daginn sem ég væri alveg til í að fá reply á

Jósa (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:08

2 identicon

hæhæ skvís.

næst þegar þið dúllurnar komið í heimsókn þá plönum við þetta betur. þá gistið þið bara og við sukkum aðeins......

hilsen frá Ramstein Hrefna

Hrefna Líneik (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:03

3 identicon

Uhh satt best að segja þá hef ég ekki kíkt hérna inn leeengi :S bið þig afsökunnar á því ;) þú ert nú samt alltaf sama "dramadrottningin" ha ha ha ha ha Eftir að ég fór að sitja stjörf við tölvu 8 tíma á dag hef ég líka minni þolinmæði í að hanga í henni heima á kvöldin :)

Ég hugsa nú samt alltaf hlýlega til þín Inga Birna mín og vona bara þú finnir það :) ég vona bara að þessir 4 mánuðir verði fljótir að líða!!! Ég get ekki einu sinni reynt að setja mig í þín spor. Ég vildi þið gætuð bara komið heim á klakann þar til Troy kemur aftur!
Lovejú steve!
Þín Sigrún

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 22:27

4 identicon

haha, já tek undir með Sigrúnu Dóru...þú ert nú meiri dramadrottningin

Æðislegt að sjá samt hvað þið Wyatt hjálpið hvort öðru mikið, maður vorkennir Troy mest að hafa hvorugt ykkar hjá sér. En ég held þetta sé erfiðast til að byrja með....svo verður þetta allt í læ, og svo verður þetta bara búið. Gott plan?

Svo bara hlakka ég geðveikt til að sjá ykkur þegar þið komið

sunna (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 14:01

5 identicon

Kvitt kvitt og svo er bara Ellen og Gísli Örn að koma til þín í Ágúst jibbí knús og kossar

Ellen og Co (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 317

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband