Almáttugur hvað þetta er erfitt

Jæja, hann Troy minn er farinn. Hann fór í gær og ég er búin að vera eins og vængbrotinn fugl síðan, það er nú reyndar vægt til orða tekið. Mig langar að gráta endalaust en get það ekki af því að ég get ekki sýnt Wyatt hvað ég er niðurbrotin, verð að vera sterk fyrir litla strákinn minn sem að er hetjan mín þessa dagana. Hann er svo góður við mig og svo hjálpsamur að ég held að ef að ég hefði hann ekki að þá myndi ég bara leggjast í rúmið og vorkenna sjálfri mér út í hið óendandlega. Hann veitir mér alveg þvílíkan styrk þessi elska en ég veit að þetta er líka erfitt fyrir hann þess vegna þarf ég að vera sterk. Ég hef ekki haft neina matarlyst og svaf alveg rosalega illa, en það hjálpaði að Wyatt svaf uppí hjá mér því að ég gat knúsað hann og hlustað á andardráttinn hans.

 Hvernig ætli Troy hafi það núna? Það er alveg steikjandi hiti þarna, síðast þegar að hann kíkti á hitastigið þarna að þá var yfir 40 C klukkan þrjú að nóttu, Hann þarf að sofa í einhverju tjaldi með fullt af öðrum mönnum og ef ég þekki manninn minn rétt að þá er hann nú þegar að farast úr heimþrá.

Ég sit hérna og vorkenni mér alveg út í hið óendanlega og mér finnst ég eiga svo bágt en ég held að þetta sé mun erfiðara fyrir minn heitt elskaða mann heldur en mig.

Ég ætla bara að reyna að hafa nóg að gera og svo hlökkum við bara til að koma til Íslands eftir 28 daga.

Ég ætla að athuga hvort að ég geti hent inn myndum sem að ég tók af Troy áður en hann fór.

Troy leaving 18 may 07 001 Troy leaving 18 may 07 002 Troy leaving 18 may 07 003

Troy leaving 18 may 07 004 Troy leaving 18 may 07 005 Troy leaving 18 may 07 006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ dúllan mín knús frá okkur, hlakka svo til að sjá ykkur

Ellen og Co (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband