Þriðjudagur, 1. maí 2007
Ísland
Jæja, þá er búið að kaupa farmiðana handa mér og stubbaling til Íslands í sumar þökk sé henni móður minni Ég er búin að fá pláss á hundahóteli fyrir Harley og við erum bara að koma eftir einn og hálfan mánuð. Við munum lenda um miðnætti 16. júní og er planið að rjúka heim og koma mér og stráknum í bælið svo að við getum farið með mömmu/ömmu í bæinn á 17. júní Ég og Wyatt höfum ekki fengið að upplifa 17. júní síðan árið 2003 þannig að ég er búin að panta sól og blíðu þennan dag í Reykjavík. Við munum vera á Fróni í 3 heilar vikur, sem sagt til 7. júlí.
En eins og ég hlakka nú til að koma til Íslands að þá stækkar hnúturinn í maganum mínum með hverjum deginum sem líður því að það styttist óðum í að hann Troy minn fari frá okkur En vonandi verður þetta ekkert of lengi að líða.
Hér gengur allt sinn vanagang, allir hressir og kátir eins og alltaf.
Þór kom hingað og eyddi tveimur vikum úti á plani hjá okkur að dúlla eitthvað í jeppanum sínum. Hann fékk alveg yndislegt veður og varð alveg kaffibrúnn og hraustlegur og svo sá ég um að bæta á hann nokkrum kílóum á meðan að hann var í fæði hjá mér Hann var ekki alveg jafn sáttur við kílóin og hann var með brúnkuna en hann kvartaði ekki á meðan hann borðaði matinn sem að ég eldaði ofan í hann...hehehe...
Annars er þetta svona það helsta í fréttum þessa dagana.
Þar til næst...
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sem kom hingað inn og ætlaði sko aldeilis að láta þig heyra það, þessi bloggleti hjá þér væri svakaleg! En nei nei þá ertu bara búin að þessu stelpa :) Það verður ææææææææææææðislegt að fá ykkur heim!!!
Sendu Troy kveðjur frá okkur hérna, ég vona að hann fari varlega og að tíminn verði mjög fljótur að líða...
Sandy
Sandra (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 00:28
Hæ hæ frú mín góð. Langt síðan maður heftur séð eða heyrt af þér. Ég vissi ekkert af þessari síðu. Leiðinlegt að Troy sé að fara. Verður samt gaman að sjá þig og stráksa í sumar. Líka komin tími á að þið hittið hann Brimi. Svo komið þið bara aftur um næstu jól og hittið þá nýfædda frænku eða frænda :D
Fríða (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 21:29
úpps..... kjaftaði ég af mér :D
Fríða (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 21:30
OMG... TIL HAMINGJU :D
Inga Birna Vickers, 8.5.2007 kl. 18:02
Frábært - hlakka til að sjá ykkur mæðginin
Bestu kveðjur til Troy, vona að aðskilnaðartíminn verði fljótur að líða
Jósa (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.