Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Guð hjálpi mér í þessari bloggleti minni
Almáttugur hvað ég á stundum erfitt með að halda þessu blessaða bloggi uppi.
Ég er að vinna eins og brjálæðingur í Apríl, ótrúlegt en satt að þá er ég að vinna ALLA vikudaga í Apríl mánuði, heila vinnudaga í þokkabót. Mér líður bara eins og ég sé í alvöru vinnu
Wyatt er að fara í páskafrí á Föstudaginn (eða springbrake eins og það kallast hér) en hann verður samt í gæslunni alla daga þar sem að ég þarf að vinna. En ég held að honum finnist miklu skemmtilegra í gæslunni hvort eð er. Þau gera alltaf eitthvað skemmtilegt eins og t.d. að fara á skauta og þess háttar.
Þór er kominn um borð í Norrænu og mun lenda í DK á laugardaginn og ætlar svo að keyra hingað til okkar á hans fjallabíl og vera hjá okkur í ca 10 daga skilst mér.
Svo styttist bara í það að Troy fari frá okkur og erum við bara á fullu að undirbúa allt áður en hann fer.
Ég veit ekki enn með Íslandsför fyrir mig og Wyatt, það gæti hugsanlega gerst að við kæmumst ekki en ekkert er vitað að svo stöddu.
Ég veit að þetta er allt voða hrátt en ég bara kann ekki að halda úti bloggi.
Later...
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ væri yndislegta að fá ykkur, erum með krossaða putta knús og kossar elskum ykkur!!!!!
Ellen Mjöll og Esmeralda Rós (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 18:15
Hæ bara að henda á þig kveðju :)
Ég vona að þið komist í sumar, það væri frábært að fá ykkur.
Knús
Sandra
Sandra (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.