Bloggleti

Fyrr má nú aldeilis vera bloggletin í manni. Ég hef litið hér inn annaðslagið í þeim tilgangi að blogga eitthvað en ég hef verið algjörlega tóm í kollinum.

Wyatt var með sleepover um helgina, vinur hans hann Alex kom hingað snemma á laugardagsmorgun og var hér til seinnipart sunnudags. Þeir skemmtu sér alveg konunglega, það var leikið úti í byssó, það var leikið inni í byssó, það var borðað endalaust magn af nammi og svo var glápt á endlausar DVD myndir. Þeir fóru að sofa held ég einhverntíman eftir miðnætti og voru vaknaðir fyrir klukkan sjö morguninn eftir. Semsagt, frábær helgi fyrir 7 ára strákpjakka Smile

 Wyatt tekur voða nærri sér að pabbi hans sé að fara, hann er voða hræddur um að eitthvað komi fyrir hann. Það eiginlega kom okkur alveg rosalega á óvart hversu mikið barnið veit og spurningarnar sem að hann spurði okkur. Það er greinilegt að krakkarnir í skólanum tala mikið um hvað foreldrar þeirra eru að gera og svona því að Wyatt spurði með tárin í augunum hvað pabbi sinn ætlaði að gera ef að vondu kallarnir kæmu að honum þegar að hann væri sofandi Frown. Ekki höfðum við hugmynd að hann vissi svona mikið. Þetta var allavega eins og blaut tuska í andlitið á mér, ég var búin að vorkenna sjálfri mér svo mikið að Troy væri að fara og allt það að ég algjörlega áttaði mig bara ekki á því að auðvitað hefur þetta líka mikil áhrif á Wyatt. Þannig að ég og Wyatt ætlum að vera sterk saman og vonandi kíkja til Íslands í tvær vikur eða svo og svo þegar að Troy kemur aftur í endan á ágúst eða byrjun á september að þá erum við búin að lofa Wyatt að við ætlum í legoland Grin. Þannig að hann hefur eitthvað til að hlakka til.

Það styttist í að Troy fari, við erum ekki enn búin að fá dagsetningu en mjög líklega fer hann í byrjun Mai. Semsagt eftir kanski 5-6 vikur eða svo.

 Jæja, ég er með bloggleti aldarinnar og nenni ekki meiru. Endilega kvittið nú fyrir ykkur, það er svo gaman að sjá hver les bloggið mitt. Ég vil ekki trúa því að það séu bara 4-5 hræður sem að lesa ruglið í mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég les alltaf bloggið þitt enda bara gaman af því, nema þegar mar er dissaður af "sumum" grrrrrrrrrr hehe. Knús og Kossar, held ég kíki svo bara á ykkur aftur í ágúst, sakna ykkar svooooooooooooooooo

Ellen Mjöll og Esmeralda Rós (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:48

2 identicon

Hæ sæta mín, ég les ruglið í þér líka :)

Guðrún Erla (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:44

3 identicon

Þú ert fastur liður í mínum blogghring ..  þegar ég skelli mér í þann gírinn :)

Jósa (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband