Afmæli, hermannalíf og fleirra sorglegt

Jamm, þá varð maður 24 ára í fimmta sinn í gærTounge Ég eyddi afmælisdeginum í hreingerningar og önnur heimilisstörf og kanski smá þunglyndiskast yfir því að eldast og að stelpurnar væru farnar og að ég væri alein. En ég lifði daginn af og minn heittelskaði maður kom heim og eldaði frábæra afmælismáltíð handa mér Grin

Ég vil þakka fyrir öll þau e-mail, sms, komment og hringingar sem að ég fékk í tilefni af afmælinu mínu Cool

Svo fékk ég afmælisgjöf frá hernum. Í gær fengum við það staðfest að það á að senda Troy burtu í fjóra mánuði. Hann má ekkert segja mér strax hvert hann er að fara en ég hef það á tilfinningunni að hann sé pottþétt að fara á þessar hættulegu slóðir eins og Írak Crying. Hann á að fara í byrjun Mai til September. Ég held að ég sé bara ennþá í sjokki. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að meika þetta sérstaklega þar sem að ég á enga vini hérna í Þýskalandi og ég verð algjörlega alein og með hjartað í buxunum að maðurinn minn lifi þetta af og komi heim til okkar þegar allt er búið.

Ég ætla að reyna að fá allavega 3ja vikna frí í endan á júní og byrjun júlí til að koma til Íslands til að fá smá styrk frá vinum og fjölskyldu. Ég náttúrulega þarf að borga hundapössun fyrir hundinn minn þegar að ég kem og ég fæ bara vist mikið frí í vinnunni um sumartímann þar sem að allir eru að reyna að skipta á milli sín sumarfríum. En vonandi fæ ég þrjár vikur í versta falli er ég með frí síðustu vikuna í júni og fyrstu vikuna í júlí en er að vonast til að yfirmaðurinn minn geti unnið örlítið með mér og ég kanski geta fengið tvær síðustu vikurnar í júní og fyrstu vikuna í júlí.

Ekki voru þetta skemmtilegar fréttir í þetta skiptiðCrying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

glatað  

Jósa (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:02

2 identicon

Til hamingju með afmælið þitt í gær elskan :) fyrirgefðu að ég mundi það ekki en ég er VERST í heimi að muna afmælisdaga!! Þú færð því bara afmæliskveðjur og knús hér með þó það sé seint :)

Mikið eru það ömurlegar fréttir að heyra að Troy sé að fara út :( ég vill bara fá þig heim á meðan! Get ekki hugsað mér að hafa þig aleina í Þýskalandinu! Getið þið Wyatt ekki bara komið á klakann á meðan???? Ég get varla ýmindað mér hvernig ykkur líður, sendi þér risa knús og þúsund kossa!

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Inga Birna Vickers

Ég vildi óska að það væri svo auðvelt. En ég þarf víst að mæta til vinnu og hugsa um húsið og hundinn okkar. Þannig að það er ekki alveg hlaupið að því að fara héðan í langan tíma

Inga Birna Vickers, 7.3.2007 kl. 16:56

4 identicon

æ snúllan mín  

Heiða (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 19:59

5 identicon

Hæ elsku dúllan mín, þú ert svo mikil hetja að þú átt eftir að komast klakklaust í gegnum þetta tímabil. Hugsaðu frekar um hvað það verður gaman þegar hann kemur heim aftur.   Við verðum í sambandi sæta mín.

p.s. glatað með París, nú langar mig ekkert að fara þangað lengur

Guðrún Erla (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband