Mánudagur, 5. mars 2007
París sökkar
Af hverju eru allir alltaf svona hrifnir af París? Ég skal bara segja ykkur það að þetta var alveg þvílík tímasóun að keyra þangað.
Eftir langa keyrslu (5 klst.) að þá loks komumst við til Parísar og það sem að tók á móti okkur var stress og brjálaðir ökufantar. Við loks fundum hótelið okkar rúmlega miðnætti. Við fengum okkur þriggja manna herbergi fyrir okkur fimm til að spara pening Hótelherbergið var ekki líkt neinu hótelherbergi sem að ég hef áður séð. Það var koja með tveggjamanna rúmi sem að Jósa og Ellen kúrðu saman í og ég svaf í efri kojunni, aumingja Troy og Wyatt þurftu að kúra á gólfinu í svefnpokum. Klósettið var nú samt algjör snilld það minnti okkur á klósett í flugvélum. Maður opnaði hurðina og þar var klósettskálin og ekkert annað, maður rétt náði að setjast á klósettið. Vaskurinn var frami í hinum endanum í herberginu og svo var annað herbergi sem að var sturtan. Æji, það er vonlaust að lýsa þessu en þetta var sjúklega fyndið.
Eftir lítinn svefn keyrðum við svo niður í bæ og vorum við bara farin að leggjast á bæn að við myndum lifa þessa ferð af, ég er farin að hallast að því að það séu engar umferðareglur í Frakklandi og ekki gerðar neinar kröfur um ökupróf heldur. Anyways, við sáum effel turninn en fórum ekki upp, við bara tímdum ekki að borga 11 evrur per person til að fara upp og svo var bara endalaus röð líka til að komast upp. En við fórum upp Sigurbogann og borguðum 8 evrur per fullorðinn fyrir það og svo þurftum við að labba upp hann, við erum að tala um 284 tröppur. Ég hélt að ég myndi falla í yfirlið en svo var mér litið á hana Jósu mína og þá fór ég bara að rifja upp skyndihjálpina í huga mér, hún leit ekkert allt of vel út eftir allar þessar tröppur En þegar við komum upp að þá tók við þetta fínasta útsýni og allavega 150 af þessum tröppum voru þess virði til að upplifa þetta útsýni. Ellen fékk hvorki að upplifa líkamsræktina að labba upp né fallega útsýnisins af því að hún varð eftir niðri þessi skræfa. Hún var eitthvað að tala um lofthræðslu ( ég held að hún hafi bara ekki nennt að labba upp ) Jæja, svo fórum við á kaffihús og ætluðum að fá okkur eitthvað að drekka og hvíla þreyttar lappir en það var allt svo viðbjóðslega dýrt á þessu kaffihúsi, enda var það á ChampElysse dýrustu götu borgarinnar, þannig að við Troy ákváðum að fá okkur ekkert að drekka, en þjónninn leyfði það ekki, hann sagði "5 manneskjur, 5 pantanir" þannig að við neyddumst til að kaupa vatn á 5 evrur hvort. Eftir þetta þá ákváðum við bara að koma okkur í bílin og leggja af stað heim.
Fólkið þarna í meirihluta var alveg rosalega dónalegt og ruddalegt eitthvað og fyrir utan Sigurbogann, Notre Dame og svona merkilegar byggingar að þá verður það bara að viðurkennast að það er ógeðslega ljótt í París og hundleiðinleg og VIÐBJÓÐSLEGA DÝRT. Við allavega ákváðum öll að París sökkar big time og komum okkur aftur til Germanýjunnar.
Við komum heim til að halda uppá afmælið mitt á laugardaginn, planið var að við öll myndum fara niður í bæ og djamma og hafa gaman af, en Troy ákvað að verða lasarus þannig að hann varð að vera eftir heima .
Við stelpurnar ákváðum þá bara að þetta yrði stelpudjamm og byrjuðum að djúsa hérna heima og gera okkur tilbúnar og svona. Við ætluðum að fara út að borða og hafa það svolítið næs en svo vorum við eitthvað svo lengi að koma okkur af stað að það var bara pöntuð pizza hjá Toni vini okkar og ég var meira að segja svo heppin að eiga íslenska kókteilsósu í ísskápnum frá síðustu Íslandsför þannig að pizzan var mjög góð. Það er nú ekki mikið að segja af þessu djammi okkar, sumir voru fyllri en aðrir en það má ekki nefna nein nöfn. Það sem að gerist í Germanýjunni verður eftir í Germanýjunni En þetta var í fyrsta sinn sem að ég fór út að djamma hér í Þýskalandi og þetta var bara mjög gaman, bara leiðinlegt að Troy hafi ekki getað komið með. Þetta var bara alveg frábært afmæli, takk stelpur þið eruð æði og ég elska ykkur súper mikið .
Svo í gærkveldi var "síðasta kvöldmáltíðin" og var grilluð þessi fínasta steik, bakaðar kartöflur með sjúklega góðu gumsi í, salat og smjörsteiktir sveppir. Ekkert nema það besta hér hjá Vickersunum. Það var auðvitað etið yfir sig en það var í síðasta skipti, núna er maður byrjaður aftur í átakinu þó að maður sé komin aftur á byrjunarreit
Núna var ég að koma heim af flugvellinum og var að senda stelpurnar aftur heim til sín. Ég vildi auðvitað ekkert að þær færu og var voða súr eins og alltaf þegar að það kom að kveðjustund. En ég hélt kúlinu þangað til ég kom út í bíl og Troy hringdi til að tékka á mér (hann veit hvað ég er mikill aumingi og hvað ég tek allt svona nærri mér) og þá bara hvarf kúlið og táraflóðið tók við. Þetta eru búnir að vera alveg yndislegir 11 dagar og það er búið að vera svoooo gaman. Ég keyrði náttúrulega heim bara með tárin í augunum og kom svo heim í tóma húsið mitt og nú finnst mér allt svo tómlegt og einmannalegt. En maður jafnar sig þangað til næstu gestir koma og þá upplifir maður þetta aftur
Það voru teknar að mér skilst yfir 700 myndir þannig að ég þarf að fara í gegnum þær og velja og hafna áður en ég get sett einhverjar myndir hér inn. Ég vildi náttúrulega óska þess að ég gæti sett þær allar en það er víst ekki hægt. Svo þarf víst að ritskoða þetta eitthvað fyrst
En Jórunn og Ellen, takk kærlega fyrir komuna. Ég skemmti mér konunglega (þó að ég sé gift og leiðinleg ), það var alveg æðislegt að fá ykkur og eyða þessum tíma með ykkur og ég sakna ykkar nú þegar alveg rosalega mikið. Endilega komið aftur fljótlega, ég er farin að skipuleggja ferð til Ausfahrt. Elska ykkur stelpur, þið eruð alveg frábærar og takk fyrir allt.
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábært blogg elskan, ég er búin að hristast af hlátri hér í opnu rými í vinnunni ég sé þetta allt saman fyrir mér, ég er sammála þér, Ellen hefur ekki nennt að labba upp 284 tröppur í Sigurboganum en gott hjá þér Jórunn, þú munt aldrei gleyma þessu. Minnir mig á þegar við Inga Birna fórum upp í Effel turninn og tókum mynd af pínulitlum depli niður á jörðinni sem þorði ekki upp, það var ógeðslega fyndið. Eigðu góðan afmælisdag elskan, tala aftur við þig í kvöld.
Mamma, amma, tengdó
Íris, mamma, amma, tengdó (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:48
Elsku skvísin mín, takk fyrir mig Ferðalögin, maturinn, stelpukvöldin, innkaupin, sötrið og já bara allt - þetta var frábært. Yndislegt að koma til ykkar og sjá heimkynnin og ykkar daglega líf og að sjálfsögðu að hitta Harley.
Er alveg sammála þér Íris, held ég muni aldrei gleyma Sigurboganum, útsýnið var æðislegt - svo lenti ég líka á séns .. að ég held - gæti reyndar verið að maður hafi verið læknir og því verið að fylgjast með hvort ég væri nokkuð að leka niður eftir þessar skemmtilegu tröppur upp.
Inga Birna mín þú mátt við tækifæri skrifa pH-gildi fyrir mig e-r staðar hjá kvittinu mínu í gestabókinni Svo óska ég þér bara til hamingju með daginn
jósa (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 13:53
Til hamingju með daginn snúllan mín
Styð tillögu Jósu - endilega skelltu inn pH-gildinu við tækifæri
Heiða (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:08
Þú hefur greinilega ekki verið nógu drukkin, skammstu þín stelpa ;)
Annars frábært að ferðalag stelpnanna til þín hafi heppnast svona vel, þetta hefur verið æðislegt :) Ég dauðöfunda þær, gaman að sjá til í haust hvort að ég, mamma og stelpurnar komum til ykkar.
Knús
Pandran (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.