Fimmtudagur, 1. mars 2007
París, Frakklandi
Við erum öll að pæla í að skella okkur bara til Frakklands í kvöld og keyra til Parísar þegar að Troy kemur heim úr vinnunni. Við ætlum að sofa þar eina nótt og eyða einum degi þar bara til að skoða Effel turninn og þess háttar.
Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég elska að búa hérna, manni leiðist aldrei.
Ég held að stelpurnar séu búnar að versla frá sér allt vit, þær eru allavega búnar að versla frá MÉR allt vit
En þetta er búið að vera rosalega notarlegt og gaman, ég er bara mest sár yfir því að þetta tekur allt enda einhverntíman og það styttist óðum í að þær fari , það er kanski komin tími á að þær fari því að afmælisbrandararnir eru byrjaðir alveg á fullu og mikið talað um hvað ég er að verða gömul og hvað 28 ára er nú nálægt 30 og allt það...hehehe...
Wyatt á svolítið bágt með sig í kringum allar þessar stelpur, sýndamennskan alveg að drepa hann held ég. Hann getur ekki lært heima án þess að vera með stæla og allt þess háttar. Það er erfitt að vera 7 ára og á gelgjunni
Það er búið að taka fjöldann allan af myndum og hlakka ég til að hlaða þeim inná tölvuna og henda þeim hér inn fyrir ykkur til að sjá. Það eru fylleríis myndi, kjána myndir, stelpukvölda myndir með maska og læti og bara alls konar myndir.
En við erum allar á því að eftir þetta frí að þá þarf maður að byrja aftur í átaki, ég sem að var búin að vera svo dugleg í átakinu er búin að bæta á mig einhverjum kílóum síðan stelpurnar komu. Maður einhvernveginn gefur sér ekki tíma til að fara í leikfimi og svo borðar maður og drekkur eins og svín. Þetta er alveg hryllilegt ástand. En planið er að byrja í átakinu aftur þegar að ég er orðin 28 ára.
Jæja, nú þarf ég að fara að vekja Jósku Pósku svo að við getum horft á Dr. Phil.
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oohh ég hlakka svo til Parísarferðarinnar - verður æðislegt!!
En eitt er víst að ég mun ekki versla mikið þar þó svo það sé enn pláss í töskunni .. gamla mín
En hey gaman af þessum Dr. Phil þætti ... alltaf gott að sofa
Jósa (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:10
Bíddu ... ekki fleiri búnir að kommenta - glatað lið. Við erum greinilega bestar!!!!
Knús og kossar frá okkur amk
Ellen & Jósa
josa (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 20:16
Hvernig væri nú að setja inn smá ferðasögu frá París?? og myndir
Heiða (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.