Íslendingar í Þýskalandinu

Stelpurnar komu á fimmtudaginn og um leið og við lentum hér heima að þá var vínflaskan opnuðWink 

En á föstudaginn að þá fór ég með þær til Kaiserslautern og fóru þær að versla föt eins og sannir Íslendingar, ég var farin að halda að ég þyrfti að skipta bílnum mínum út fyrir sendiferðabíl svo að ég gæti komið öllum pokunum þeirra fyrir. En eftir mikið kauperí og labberí komum við heim og borðuðum dýrindis útigrill og auðvitað opnuðum vínflösku með matnum. Það reyndar endaði í einhverju fylleríi þar sem að ég var látinn smakka skot drykkin Tópas, sem er voða góður á bragðið en hann gerir mann haugafullann á no time. Anyways, þegar að það var búið að stúta Tópas pelanum að þá fannst Ingu Birnu nauðsynlegt að hringja í alla á Íslandi og bara spjalla um daginn og veginn. Guðrún, Sandra, Ívar og Sigrún Dóra, takk fyrir spjallið Wink og Heiða, sorry að við gátum ekki spjallað, það var komin tími á Ingu Birnu að fara að sofa þegar að við vorum að hringja í þig Blush.

Svo á laugardeginum að þá vöknuðum við alveg ágætlega snemma miðað við aldur og fyrri störf. Við fengum okkur þennan fína morgunmat sem að Troy hafði útbúið handa okkur skvísunum og skelltum við okkur bara í bílinn og keyrðum til Luxembourg og skoðuðum þar ameríska kirkjugarðinn þar með öllu látnu amerísku hermönnunum úr seinni heimstyrjöldinni. Mikið rosalega er þetta fallegur kirkjugarður. Við kíktum líka á þýska kirkjugarðinn sem að var með þýsku hermönnunum úr sama stríði og hann vara voða drungalegur eitthvað. Fengum okkur svo að borða í Luxembourg og lögðum svo bara af stað heim. Þetta var voða næs dagur.

Núna er klukkan að verða 10 á sunnudagsmorgni hér og förum við að vekja stelpurnar bráðum og ætlum við að fara á sushi og kínverskt hlaðborð í hádeginum, nammi namm.

Stelpurnar eru búnar að vera voða duglegar að taka myndir, ég ætla að fá afrit af þessum myndum hjá þeim og henda þeim hér inn við tækifæri.

Læt þetta duga í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jújú, varð eitthvað vör við þetta "tímaleysi" hjá ykkur þegar þið reynduð að hringja í mig  

 En hvernig smakkaðist svo þetta dýrindis útigrill? 

Heiða (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 22:42

2 identicon

Já takk sömuleiðis fyrir spjallið :) svona það sem ég skildi af því ha ha ha nei djóók!! En hvað fenguð þið mörg sko EACH aftur? Mátt svo alveg vera duglegri að hringja ódrukkin líka ;)

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 23:27

3 identicon

Hrindir í alla á Íslandi,  ég er greinilega ekki þar á meða.  Takk kærlega.  Annars er þetta allt í lagi, ég hringi í þig við tækifæri.  Skemmtið ykkur vel en gangið hægt um gleðinnar dyr.  Koss og knús.  Mamma

Íris, mamma, amma, tengdó (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband