Mánudagur, 12. febrúar 2007
Frábær afmælisgjöf
Var að tala við Jórunni og Ellen vinkonur áðan og benti þeim á að ég væri í miklu fríi næstu tvær vikurnar og spurði þær hvort að þær vildu ekki bara skella sér í heimsókn til mín. Viti menn áður en við vissum af voru þær báðar búnar að bóka flug til mín í eins og hálfs viku afmælis partý til mín og ætla að koma í næstu viku . Ég er náttúrulega að springa úr gleði, fyrstu vinkonurnar mínar sem að koma í heimsókn til okkar. Við ætlum náttúrulega að drekka vínhéruðin þurr á þessari rúmri viku
Annars er heislan fín, sérstaklega eftir að ég ákvað að fara eftir læknisráði og taka því rólega. Ég fór heldur geyst af stað og greinilega ofreyndi líkamann minn því að ég fékk brjálaðan hausverk og hita á fimmtudaginn og föstudaginn. Kanski ekki að furða, ég var kanski einum of hress á miðvikudaginn, fór í leikfimi og alles . Lærði mína lexíu og er búin að taka því rólega síðan og líður mjög vel.
Wyatt fékk að gista hjá bekkjafélga sínum á laugardaginn og ákváðum við Troy að fara á smá deit og fórum á japanskan veitingastað og átum yfir okkur af Sushi, þessi matur er snilld. Einu sinni fékk ég bara grænar bólur þegar að fólk talaði um Sushi og sá fyrir mér allan þennan hrá fisk og dótarí en síðan fékk Troy mig til að smakka þetta fyrir nokkrum árum og ég bara elska þennan mat. Ekki nóg með hvað hann er góður en svo er líka bara svo gaman að borða hann og svo rómantískur matur og litríkur matur. Vá, ég hef aldrei talað svona um MAT áður .
Jæja, ég er farin að lúlla í hausinn minn.
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það verður heldur betur gaman hjá okkur þegar við mætum til ykkar í NÆSTU viku og hefði ég ekkert á móti því að fá mér smá sushi á meðan dvölinni stendur .. er alveg eins og þú hefði ekki getað hugsað mér þetta fyrir nokkrum árum en er í dag í mjög miklu uppáhaldi .
Knús og koss kveðjur þangað til ég get knúsað og kossað þig af alvöru í næstu viku
Jósa (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:27
Oh en frábært, 'Eg elska Sushi ég þarf að bjóða ykkur í Sushi party. Þetta er lítið mál að búa til sjálf Verum í bandi er kominn með nýjan síma láttu mig fá e mailið þitt svo ég geti sent þér símanúmerið! Hrefna Líneik
Hrefna Líneik (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:58
Frábært maður :) e-mailið mitt er vickersib@hotmail.com
Inga Birna Vickers, 15.2.2007 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.