Mánudagur, 22. janúar 2007
Aðeins farið að kólna í Þýskalandinu
Já, ég er ekki frá því að hitastigið hafi hugsanlega farið niðurfyrir 5 gráðurnar í dag, manni var allavega svolítið kalt. Kanski að við þjóðverjarnir fáum að upplifa smá vetur eftir allt saman.
Merkilegt hvað þessi heimur er lítill.
Ekki nóg með að það séu fullt af íslendingum hér í kringum mig (svo segir fólk allavega), heldur þekki ég bara einn af þessum fjölda. Hún heitir Hrefna Líneik og það fyndna við það að kynnast henni af öllum er að hún er víst besta vinkona hennar Hildar frænku minnar. Lítill heimur? já, mér finnst það. Jæja, sagan er ekki búin, ég rekst á hana Hrefnu í dag og hún segist hafa verið að skoða gömlu heimasíðuna mína einhverntíman og skoðað myndir og séð þar mynd af honum Sindra frænda og spyr hvernig í ósköpunum ég þekki þann óþekktarorm og ég segi voða stolt af mínum óþekktarormi að hann sé frændi minn og hann sé jafn skyldur mér og Hildur vinkona hennar, og auðvitað Hildur og Sindri þá líka jafn skyld. En þá komst ég því að hún þekkir ekki bara Hildi heldur þekkir hún Sindra líka, þau voru að vinna saman á Hótel Íslandi fyrir einhverjum árum síðan. Eins og ég segi, allt of lítill heimur.
Jæja, svo er ég bara að fara í smá aðgerð þann 31.jan, vonandi verður hún allavega smá. Ég held að þetta sé bara kviðarholsspeglun en ef að það er eitthvað sem hægt er að laga að þá ætla þau að reyna að gera það á sama tíma. Ég er semsagt að fara í þetta út af legslímuflakkinu mínu og eins og flest ykkar vita að þá hef ég farið í svona kviðarholsspeglun áður fyrir nokkrum árum og meira að segja stóraðgerð út af þessum leiðindarsjúkdóm. En vonandi verður eitthvað hægt að gera til að minnka þessa fjandans verki sem að maður lifir með.
Troy er byrjaður í skóla og er hann í einum áfanga og haldiði ekki að maðurinn minn sé byrjaður að læra þýsku. Ég reyni að glugga í bækurnar hans svona annaðslagið í þeirri von um að ég geti lært einhverja þýsku líka. Hann er svo heppin með það að hann getur farið í skóla frítt, það eina sem að hann þarf að borga eru bækurnar. Ef að ég myndi vilja fara í þennan áfanga að þá myndi ég þurfa að borga rúmlega 600 dollara bara fyrir þennan eina áfanga plús bækur. Svolítið mikið dýrt finnst mér.
Jæja, þetta var nú ekkert merkilegt, bara að leyfa fólkinu mínu að fylgjast með mér.
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís gaman að sjá þig í dag, Við verðum að fara að gera eitthvað saman, kveðja Hrefna Líneik
Hrefna Líneik (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 20:30
Hellú sprellú!
Heyrðu ég er að læra þýsku ;) tek þig í læri bara! En með legslímuflakkið þá þekki ég eina hjúkku sem hefur náð taki á sínu með ströngu mataræði, ef þú vilt get ég ath hvort hún hefur eihv ráðleggingar handa þér :)
Annars sendum við ykkur bara knús af klakanum!
Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 22:34
Jamm Sigrún Dóra mín, það væri allavega gaman að heyra hvað það er sem að hún er að gera.
Inga Birna Vickers, 23.1.2007 kl. 17:10
Hæbb, ég sendi þér matreiðslubók á vickersib@hotmail.com. endilega láttu mig vita ef hún skilar sér ekki
Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 23:18
Hi Baby -
You are the most beautiful person in this world. I love you.
PLEASE STOP DROOLING ON MY PILLOW.
Troy
Troy (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 07:05
Why would I stop that baby? I wouldn't want my pillow to get wet
And ohh yeah, I love you too.
Inga Birna Vickers, 29.1.2007 kl. 15:11
hi honey, I found something that might help you. Please use this link:
https://www.chinupstrip.com/Expert_Opinions.htm
see the picture at the bottom of the page. I'm always thinking of you.
Troy (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.