Ofdekraðir Vickersar

Við Troy ákváðum í dag að við ættum nú kanski að fjárfesta í sjónvarpi. Þó að við séum með myndvarpan að þá finnst okkur við þurfa á sjónvarpi að halda, því að perurnar í myndvarpan eru viðbjóðslega dýrar og eru ekki gerðar fyrir svona mikla notkun.

Þannig að ég og Troy lögðum af stað í leiðangur og kíktum á fjöldan allan af sjónvörpum og fundum svo eitt 37" auðvitað LCD flatskjá sem að var á útsölu 300 dollurum ódýrara. Þannig að við gátum nú ekki labbað í burtu frá svo góðu tilboði þannig að við slógum bara til og keyptum það Blush. Þegar við vorum búin að fjárfesta í þessum fína flatskjá þá áttuðum við okkur á því að fyrst að við værum búin að fá okkur sjónvarp að þá gætum við ekki lengur notað vegginn sem skjá fyrir myndvarpan þannig að núna þurftum við að kaupa tjald sem að við getum togað niður þegar við viljum horfa á myndir í gegnum myndvarpan, þannig að við gerðum það. Ég fæ eiginlega bara magasár yfir öllum kaupunum sem að við gerðum í dag, en mikið ógeðslega er sjónvarpið mitt flott Tounge.

Ofan á þessi kaup að þá fjárfestum við í nýjum gleraugum handa mér í morgun, enda kanski komin tími til þar sem að hin gleraugun mín eru næstum átta ára gömul og ekki einu sinni með réttum styrkleika.

Anyways, það munar ekki um hvað maður er ofdekraður, manni finnst manni alltaf vanta eitthvað eða þurfa að kaupa eitthvað nýtt. En ég er engu að síður mjög ánægð með nýja sjónvarpið mitt þó að ég sé með mikið samviskubit yfir græðginni í manni.

 Jæja, Troy og Wyatt eru að reka á eftir mér, ég var víst búin að lofa syni mínum að ég myndi leika við þá í X-Box. Guð hjálpi mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er bara búið að liggja í X-box síðan þið komuð heim ;) Er viss um að minnsti Vickers hefur verð alveg svakalega ánægður með gjöfina!

Sandra

Sandra Pandra (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 10:52

2 identicon

Hæ elskan. Til hamingju með nýja sjónvarpið og nýju bloggsíðuna. Kannast ekki alveg við að hafa beitt þig bloggflutningsþrýstingi, en finnst þetta samt sem áður hið besta mál.

Bið að heilsa báðum strákunum þínum og Harley að sjálfsögðu.

Agga frænka 

agnes (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 14:06

3 identicon

Ojj djö er ég öfundsjúk núna!! Flatskjár, myndvarpi og X box :(

En til hamingju með græjurnar! Þarf endilega að finna mér eihv sem er eins græjusjúkur og ég ;)

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birnuborg

Höfundur

Inga Birna Vickers
Inga Birna Vickers
Hér er ég, um mig, frá mér, til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband