Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Flutningarnir
Það gleður mig að sjá hvað þið takið vel í þessa flutninga hjá mér. Ég verð nú bara að segja að þetta er allt annað líf. Miklu auðveldara að blogga og skemmtilegri uppsetning, sérstaklega fyrir ykkur.
En annars erum við öll að venjast því að vera komin úr fríi og í alvöruna aftur. Vinna og skóli á fullu og allt sem því fylgir.
Jæja, hef þetta stutt í þetta sinn, verð að fara að kúra hjá Stóra Vickers
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Að snúa við sólarhringnum
Ó aumingja strákurinn minn. Hann Wyatt átti svo rosalega erfitt með að fara að sofa í gær. Hann fór uppí rúm klukkan átta í gærkveldi og þegar að ég var að fara skríða upp í klukkan 23:30 að þá kallaði minn maður á mig og sagði mér að hann gæti ekki sofnað. Litli kallinn þurfti svo að dröslast á fætur rúmlega sex í morgun og hann var svo fölur og þreyttur að ég meiddi mig bara í hjartanu að þurfa að senda hann í skólan svona þreyttann.
Þannig að planið er að sækja hann snemma í dag, hafa bara snarl í matinn og leyfa honum svo bara að fara súper snemma að sofa. Ég held að okkur öllum veiti ekkert af því, mikið voðalega var maður búin að snúa sólarhringnum við þarna á Fróni.
En hvernig er þessi breyting að leggjast í ykkur, það er að segja að ég sé flutt hingað á blog.is? Er þetta ekki alveg að skila sér? Endilega kommentið eitthvað þó að það sé ekki nema bara nafnið ykkar svo að ég sjá hvort að þetta sé ekki að komast til skila. Allavega leggjast þessar breytingar bara vel í mig sko
Það er svona bitter sweet að vera komin aftur heim. Maður saknar alltaf ykkar vitleysinganna þarna á Fróni en það er líka voða ljúft að vera komin heim í rútínuna sína og búin að fá hundinn sinn aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 7. janúar 2007
Íslenskt, já takk.
Já, ég hef ákveðið að færa mig hingað yfir á blog.is eftir smá þrýsting og ábendingu frá frænkunum mínum þeim Öggu og Sunnu. Maður verður nú að styðja morgunblaðið eins og sannri frænku og guðdóttur sæmir ekki satt :)
Anyways, hingað er ég komin og ætla að hætta með síðuna mína á geocities.com
Ætla núna að fara að færa allar myndirnar af hinni síðunni minni á tölvuna mína og vinna í að loka þeirri síðu bara. Þegar að það er búið að þá verð ég bara hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar