Laugardagur, 19. maí 2007
Almáttugur hvað þetta er erfitt
Jæja, hann Troy minn er farinn. Hann fór í gær og ég er búin að vera eins og vængbrotinn fugl síðan, það er nú reyndar vægt til orða tekið. Mig langar að gráta endalaust en get það ekki af því að ég get ekki sýnt Wyatt hvað ég er niðurbrotin, verð að vera sterk fyrir litla strákinn minn sem að er hetjan mín þessa dagana. Hann er svo góður við mig og svo hjálpsamur að ég held að ef að ég hefði hann ekki að þá myndi ég bara leggjast í rúmið og vorkenna sjálfri mér út í hið óendandlega. Hann veitir mér alveg þvílíkan styrk þessi elska en ég veit að þetta er líka erfitt fyrir hann þess vegna þarf ég að vera sterk. Ég hef ekki haft neina matarlyst og svaf alveg rosalega illa, en það hjálpaði að Wyatt svaf uppí hjá mér því að ég gat knúsað hann og hlustað á andardráttinn hans.
Hvernig ætli Troy hafi það núna? Það er alveg steikjandi hiti þarna, síðast þegar að hann kíkti á hitastigið þarna að þá var yfir 40 C klukkan þrjú að nóttu, Hann þarf að sofa í einhverju tjaldi með fullt af öðrum mönnum og ef ég þekki manninn minn rétt að þá er hann nú þegar að farast úr heimþrá.
Ég sit hérna og vorkenni mér alveg út í hið óendanlega og mér finnst ég eiga svo bágt en ég held að þetta sé mun erfiðara fyrir minn heitt elskaða mann heldur en mig.
Ég ætla bara að reyna að hafa nóg að gera og svo hlökkum við bara til að koma til Íslands eftir 28 daga.
Ég ætla að athuga hvort að ég geti hent inn myndum sem að ég tók af Troy áður en hann fór.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Ísland
Jæja, þá er búið að kaupa farmiðana handa mér og stubbaling til Íslands í sumar þökk sé henni móður minni Ég er búin að fá pláss á hundahóteli fyrir Harley og við erum bara að koma eftir einn og hálfan mánuð. Við munum lenda um miðnætti 16. júní og er planið að rjúka heim og koma mér og stráknum í bælið svo að við getum farið með mömmu/ömmu í bæinn á 17. júní Ég og Wyatt höfum ekki fengið að upplifa 17. júní síðan árið 2003 þannig að ég er búin að panta sól og blíðu þennan dag í Reykjavík. Við munum vera á Fróni í 3 heilar vikur, sem sagt til 7. júlí.
En eins og ég hlakka nú til að koma til Íslands að þá stækkar hnúturinn í maganum mínum með hverjum deginum sem líður því að það styttist óðum í að hann Troy minn fari frá okkur En vonandi verður þetta ekkert of lengi að líða.
Hér gengur allt sinn vanagang, allir hressir og kátir eins og alltaf.
Þór kom hingað og eyddi tveimur vikum úti á plani hjá okkur að dúlla eitthvað í jeppanum sínum. Hann fékk alveg yndislegt veður og varð alveg kaffibrúnn og hraustlegur og svo sá ég um að bæta á hann nokkrum kílóum á meðan að hann var í fæði hjá mér Hann var ekki alveg jafn sáttur við kílóin og hann var með brúnkuna en hann kvartaði ekki á meðan hann borðaði matinn sem að ég eldaði ofan í hann...hehehe...
Annars er þetta svona það helsta í fréttum þessa dagana.
Þar til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Guð hjálpi mér í þessari bloggleti minni
Almáttugur hvað ég á stundum erfitt með að halda þessu blessaða bloggi uppi.
Ég er að vinna eins og brjálæðingur í Apríl, ótrúlegt en satt að þá er ég að vinna ALLA vikudaga í Apríl mánuði, heila vinnudaga í þokkabót. Mér líður bara eins og ég sé í alvöru vinnu
Wyatt er að fara í páskafrí á Föstudaginn (eða springbrake eins og það kallast hér) en hann verður samt í gæslunni alla daga þar sem að ég þarf að vinna. En ég held að honum finnist miklu skemmtilegra í gæslunni hvort eð er. Þau gera alltaf eitthvað skemmtilegt eins og t.d. að fara á skauta og þess háttar.
Þór er kominn um borð í Norrænu og mun lenda í DK á laugardaginn og ætlar svo að keyra hingað til okkar á hans fjallabíl og vera hjá okkur í ca 10 daga skilst mér.
Svo styttist bara í það að Troy fari frá okkur og erum við bara á fullu að undirbúa allt áður en hann fer.
Ég veit ekki enn með Íslandsför fyrir mig og Wyatt, það gæti hugsanlega gerst að við kæmumst ekki en ekkert er vitað að svo stöddu.
Ég veit að þetta er allt voða hrátt en ég bara kann ekki að halda úti bloggi.
Later...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 22. mars 2007
Merkilegur dagur
Ég bara verð að merkja þennan dag. Í dag er semsagt fyrsti dagurinn sem að við fáum almennilegan snjó hérna. Það verður gaman að sjá hvað þessi "vetur" endist lengi. Harley og Wyatt réðu ekki við sig af kæti þegar að við fórum út í morgun að sjá þennan snjó.
Mig langaði bara að deila með ykkur að það er líka "vetur" í Þýskalandi (þó að í raun sé komið vor, en í tilefni af því byrjaði að snjóa hjá okkur).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Bloggleti
Fyrr má nú aldeilis vera bloggletin í manni. Ég hef litið hér inn annaðslagið í þeim tilgangi að blogga eitthvað en ég hef verið algjörlega tóm í kollinum.
Wyatt var með sleepover um helgina, vinur hans hann Alex kom hingað snemma á laugardagsmorgun og var hér til seinnipart sunnudags. Þeir skemmtu sér alveg konunglega, það var leikið úti í byssó, það var leikið inni í byssó, það var borðað endalaust magn af nammi og svo var glápt á endlausar DVD myndir. Þeir fóru að sofa held ég einhverntíman eftir miðnætti og voru vaknaðir fyrir klukkan sjö morguninn eftir. Semsagt, frábær helgi fyrir 7 ára strákpjakka
Wyatt tekur voða nærri sér að pabbi hans sé að fara, hann er voða hræddur um að eitthvað komi fyrir hann. Það eiginlega kom okkur alveg rosalega á óvart hversu mikið barnið veit og spurningarnar sem að hann spurði okkur. Það er greinilegt að krakkarnir í skólanum tala mikið um hvað foreldrar þeirra eru að gera og svona því að Wyatt spurði með tárin í augunum hvað pabbi sinn ætlaði að gera ef að vondu kallarnir kæmu að honum þegar að hann væri sofandi . Ekki höfðum við hugmynd að hann vissi svona mikið. Þetta var allavega eins og blaut tuska í andlitið á mér, ég var búin að vorkenna sjálfri mér svo mikið að Troy væri að fara og allt það að ég algjörlega áttaði mig bara ekki á því að auðvitað hefur þetta líka mikil áhrif á Wyatt. Þannig að ég og Wyatt ætlum að vera sterk saman og vonandi kíkja til Íslands í tvær vikur eða svo og svo þegar að Troy kemur aftur í endan á ágúst eða byrjun á september að þá erum við búin að lofa Wyatt að við ætlum í legoland . Þannig að hann hefur eitthvað til að hlakka til.
Það styttist í að Troy fari, við erum ekki enn búin að fá dagsetningu en mjög líklega fer hann í byrjun Mai. Semsagt eftir kanski 5-6 vikur eða svo.
Jæja, ég er með bloggleti aldarinnar og nenni ekki meiru. Endilega kvittið nú fyrir ykkur, það er svo gaman að sjá hver les bloggið mitt. Ég vil ekki trúa því að það séu bara 4-5 hræður sem að lesa ruglið í mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 7. mars 2007
Afmæli, hermannalíf og fleirra sorglegt
Jamm, þá varð maður 24 ára í fimmta sinn í gær Ég eyddi afmælisdeginum í hreingerningar og önnur heimilisstörf og kanski smá þunglyndiskast yfir því að eldast og að stelpurnar væru farnar og að ég væri alein. En ég lifði daginn af og minn heittelskaði maður kom heim og eldaði frábæra afmælismáltíð handa mér
Ég vil þakka fyrir öll þau e-mail, sms, komment og hringingar sem að ég fékk í tilefni af afmælinu mínu
Svo fékk ég afmælisgjöf frá hernum. Í gær fengum við það staðfest að það á að senda Troy burtu í fjóra mánuði. Hann má ekkert segja mér strax hvert hann er að fara en ég hef það á tilfinningunni að hann sé pottþétt að fara á þessar hættulegu slóðir eins og Írak . Hann á að fara í byrjun Mai til September. Ég held að ég sé bara ennþá í sjokki. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að meika þetta sérstaklega þar sem að ég á enga vini hérna í Þýskalandi og ég verð algjörlega alein og með hjartað í buxunum að maðurinn minn lifi þetta af og komi heim til okkar þegar allt er búið.
Ég ætla að reyna að fá allavega 3ja vikna frí í endan á júní og byrjun júlí til að koma til Íslands til að fá smá styrk frá vinum og fjölskyldu. Ég náttúrulega þarf að borga hundapössun fyrir hundinn minn þegar að ég kem og ég fæ bara vist mikið frí í vinnunni um sumartímann þar sem að allir eru að reyna að skipta á milli sín sumarfríum. En vonandi fæ ég þrjár vikur í versta falli er ég með frí síðustu vikuna í júni og fyrstu vikuna í júlí en er að vonast til að yfirmaðurinn minn geti unnið örlítið með mér og ég kanski geta fengið tvær síðustu vikurnar í júní og fyrstu vikuna í júlí.
Ekki voru þetta skemmtilegar fréttir í þetta skiptið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 5. mars 2007
París sökkar
Af hverju eru allir alltaf svona hrifnir af París? Ég skal bara segja ykkur það að þetta var alveg þvílík tímasóun að keyra þangað.
Eftir langa keyrslu (5 klst.) að þá loks komumst við til Parísar og það sem að tók á móti okkur var stress og brjálaðir ökufantar. Við loks fundum hótelið okkar rúmlega miðnætti. Við fengum okkur þriggja manna herbergi fyrir okkur fimm til að spara pening Hótelherbergið var ekki líkt neinu hótelherbergi sem að ég hef áður séð. Það var koja með tveggjamanna rúmi sem að Jósa og Ellen kúrðu saman í og ég svaf í efri kojunni, aumingja Troy og Wyatt þurftu að kúra á gólfinu í svefnpokum. Klósettið var nú samt algjör snilld það minnti okkur á klósett í flugvélum. Maður opnaði hurðina og þar var klósettskálin og ekkert annað, maður rétt náði að setjast á klósettið. Vaskurinn var frami í hinum endanum í herberginu og svo var annað herbergi sem að var sturtan. Æji, það er vonlaust að lýsa þessu en þetta var sjúklega fyndið.
Eftir lítinn svefn keyrðum við svo niður í bæ og vorum við bara farin að leggjast á bæn að við myndum lifa þessa ferð af, ég er farin að hallast að því að það séu engar umferðareglur í Frakklandi og ekki gerðar neinar kröfur um ökupróf heldur. Anyways, við sáum effel turninn en fórum ekki upp, við bara tímdum ekki að borga 11 evrur per person til að fara upp og svo var bara endalaus röð líka til að komast upp. En við fórum upp Sigurbogann og borguðum 8 evrur per fullorðinn fyrir það og svo þurftum við að labba upp hann, við erum að tala um 284 tröppur. Ég hélt að ég myndi falla í yfirlið en svo var mér litið á hana Jósu mína og þá fór ég bara að rifja upp skyndihjálpina í huga mér, hún leit ekkert allt of vel út eftir allar þessar tröppur En þegar við komum upp að þá tók við þetta fínasta útsýni og allavega 150 af þessum tröppum voru þess virði til að upplifa þetta útsýni. Ellen fékk hvorki að upplifa líkamsræktina að labba upp né fallega útsýnisins af því að hún varð eftir niðri þessi skræfa. Hún var eitthvað að tala um lofthræðslu ( ég held að hún hafi bara ekki nennt að labba upp ) Jæja, svo fórum við á kaffihús og ætluðum að fá okkur eitthvað að drekka og hvíla þreyttar lappir en það var allt svo viðbjóðslega dýrt á þessu kaffihúsi, enda var það á ChampElysse dýrustu götu borgarinnar, þannig að við Troy ákváðum að fá okkur ekkert að drekka, en þjónninn leyfði það ekki, hann sagði "5 manneskjur, 5 pantanir" þannig að við neyddumst til að kaupa vatn á 5 evrur hvort. Eftir þetta þá ákváðum við bara að koma okkur í bílin og leggja af stað heim.
Fólkið þarna í meirihluta var alveg rosalega dónalegt og ruddalegt eitthvað og fyrir utan Sigurbogann, Notre Dame og svona merkilegar byggingar að þá verður það bara að viðurkennast að það er ógeðslega ljótt í París og hundleiðinleg og VIÐBJÓÐSLEGA DÝRT. Við allavega ákváðum öll að París sökkar big time og komum okkur aftur til Germanýjunnar.
Við komum heim til að halda uppá afmælið mitt á laugardaginn, planið var að við öll myndum fara niður í bæ og djamma og hafa gaman af, en Troy ákvað að verða lasarus þannig að hann varð að vera eftir heima .
Við stelpurnar ákváðum þá bara að þetta yrði stelpudjamm og byrjuðum að djúsa hérna heima og gera okkur tilbúnar og svona. Við ætluðum að fara út að borða og hafa það svolítið næs en svo vorum við eitthvað svo lengi að koma okkur af stað að það var bara pöntuð pizza hjá Toni vini okkar og ég var meira að segja svo heppin að eiga íslenska kókteilsósu í ísskápnum frá síðustu Íslandsför þannig að pizzan var mjög góð. Það er nú ekki mikið að segja af þessu djammi okkar, sumir voru fyllri en aðrir en það má ekki nefna nein nöfn. Það sem að gerist í Germanýjunni verður eftir í Germanýjunni En þetta var í fyrsta sinn sem að ég fór út að djamma hér í Þýskalandi og þetta var bara mjög gaman, bara leiðinlegt að Troy hafi ekki getað komið með. Þetta var bara alveg frábært afmæli, takk stelpur þið eruð æði og ég elska ykkur súper mikið .
Svo í gærkveldi var "síðasta kvöldmáltíðin" og var grilluð þessi fínasta steik, bakaðar kartöflur með sjúklega góðu gumsi í, salat og smjörsteiktir sveppir. Ekkert nema það besta hér hjá Vickersunum. Það var auðvitað etið yfir sig en það var í síðasta skipti, núna er maður byrjaður aftur í átakinu þó að maður sé komin aftur á byrjunarreit
Núna var ég að koma heim af flugvellinum og var að senda stelpurnar aftur heim til sín. Ég vildi auðvitað ekkert að þær færu og var voða súr eins og alltaf þegar að það kom að kveðjustund. En ég hélt kúlinu þangað til ég kom út í bíl og Troy hringdi til að tékka á mér (hann veit hvað ég er mikill aumingi og hvað ég tek allt svona nærri mér) og þá bara hvarf kúlið og táraflóðið tók við. Þetta eru búnir að vera alveg yndislegir 11 dagar og það er búið að vera svoooo gaman. Ég keyrði náttúrulega heim bara með tárin í augunum og kom svo heim í tóma húsið mitt og nú finnst mér allt svo tómlegt og einmannalegt. En maður jafnar sig þangað til næstu gestir koma og þá upplifir maður þetta aftur
Það voru teknar að mér skilst yfir 700 myndir þannig að ég þarf að fara í gegnum þær og velja og hafna áður en ég get sett einhverjar myndir hér inn. Ég vildi náttúrulega óska þess að ég gæti sett þær allar en það er víst ekki hægt. Svo þarf víst að ritskoða þetta eitthvað fyrst
En Jórunn og Ellen, takk kærlega fyrir komuna. Ég skemmti mér konunglega (þó að ég sé gift og leiðinleg ), það var alveg æðislegt að fá ykkur og eyða þessum tíma með ykkur og ég sakna ykkar nú þegar alveg rosalega mikið. Endilega komið aftur fljótlega, ég er farin að skipuleggja ferð til Ausfahrt. Elska ykkur stelpur, þið eruð alveg frábærar og takk fyrir allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
París, Frakklandi
Við erum öll að pæla í að skella okkur bara til Frakklands í kvöld og keyra til Parísar þegar að Troy kemur heim úr vinnunni. Við ætlum að sofa þar eina nótt og eyða einum degi þar bara til að skoða Effel turninn og þess háttar.
Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég elska að búa hérna, manni leiðist aldrei.
Ég held að stelpurnar séu búnar að versla frá sér allt vit, þær eru allavega búnar að versla frá MÉR allt vit
En þetta er búið að vera rosalega notarlegt og gaman, ég er bara mest sár yfir því að þetta tekur allt enda einhverntíman og það styttist óðum í að þær fari , það er kanski komin tími á að þær fari því að afmælisbrandararnir eru byrjaðir alveg á fullu og mikið talað um hvað ég er að verða gömul og hvað 28 ára er nú nálægt 30 og allt það...hehehe...
Wyatt á svolítið bágt með sig í kringum allar þessar stelpur, sýndamennskan alveg að drepa hann held ég. Hann getur ekki lært heima án þess að vera með stæla og allt þess háttar. Það er erfitt að vera 7 ára og á gelgjunni
Það er búið að taka fjöldann allan af myndum og hlakka ég til að hlaða þeim inná tölvuna og henda þeim hér inn fyrir ykkur til að sjá. Það eru fylleríis myndi, kjána myndir, stelpukvölda myndir með maska og læti og bara alls konar myndir.
En við erum allar á því að eftir þetta frí að þá þarf maður að byrja aftur í átaki, ég sem að var búin að vera svo dugleg í átakinu er búin að bæta á mig einhverjum kílóum síðan stelpurnar komu. Maður einhvernveginn gefur sér ekki tíma til að fara í leikfimi og svo borðar maður og drekkur eins og svín. Þetta er alveg hryllilegt ástand. En planið er að byrja í átakinu aftur þegar að ég er orðin 28 ára.
Jæja, nú þarf ég að fara að vekja Jósku Pósku svo að við getum horft á Dr. Phil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Íslendingar í Þýskalandinu
Stelpurnar komu á fimmtudaginn og um leið og við lentum hér heima að þá var vínflaskan opnuð
En á föstudaginn að þá fór ég með þær til Kaiserslautern og fóru þær að versla föt eins og sannir Íslendingar, ég var farin að halda að ég þyrfti að skipta bílnum mínum út fyrir sendiferðabíl svo að ég gæti komið öllum pokunum þeirra fyrir. En eftir mikið kauperí og labberí komum við heim og borðuðum dýrindis útigrill og auðvitað opnuðum vínflösku með matnum. Það reyndar endaði í einhverju fylleríi þar sem að ég var látinn smakka skot drykkin Tópas, sem er voða góður á bragðið en hann gerir mann haugafullann á no time. Anyways, þegar að það var búið að stúta Tópas pelanum að þá fannst Ingu Birnu nauðsynlegt að hringja í alla á Íslandi og bara spjalla um daginn og veginn. Guðrún, Sandra, Ívar og Sigrún Dóra, takk fyrir spjallið og Heiða, sorry að við gátum ekki spjallað, það var komin tími á Ingu Birnu að fara að sofa þegar að við vorum að hringja í þig .
Svo á laugardeginum að þá vöknuðum við alveg ágætlega snemma miðað við aldur og fyrri störf. Við fengum okkur þennan fína morgunmat sem að Troy hafði útbúið handa okkur skvísunum og skelltum við okkur bara í bílinn og keyrðum til Luxembourg og skoðuðum þar ameríska kirkjugarðinn þar með öllu látnu amerísku hermönnunum úr seinni heimstyrjöldinni. Mikið rosalega er þetta fallegur kirkjugarður. Við kíktum líka á þýska kirkjugarðinn sem að var með þýsku hermönnunum úr sama stríði og hann vara voða drungalegur eitthvað. Fengum okkur svo að borða í Luxembourg og lögðum svo bara af stað heim. Þetta var voða næs dagur.
Núna er klukkan að verða 10 á sunnudagsmorgni hér og förum við að vekja stelpurnar bráðum og ætlum við að fara á sushi og kínverskt hlaðborð í hádeginum, nammi namm.
Stelpurnar eru búnar að vera voða duglegar að taka myndir, ég ætla að fá afrit af þessum myndum hjá þeim og henda þeim hér inn við tækifæri.
Læt þetta duga í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Myndir
Já, haldiði að ég hafi ekki loks sett inn myndir Ég er ekkert smá stolt af mér.
Allavega þið getið skoða þær hér til vinstri undir dálkinum sem að heitir "Efni", þar finnið þið "myndaalbúm".
Er að fara að vinna aftur á morgun, verð bara að segja að ég er bara alveg sátt við það. Svo í næstu viku koma Jósa og Ellen, ég er ekkert smá spennt að fá þær .
Góða skemmtun að skoða myndir og ekki gleyma að kommenta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Frábær afmælisgjöf
Var að tala við Jórunni og Ellen vinkonur áðan og benti þeim á að ég væri í miklu fríi næstu tvær vikurnar og spurði þær hvort að þær vildu ekki bara skella sér í heimsókn til mín. Viti menn áður en við vissum af voru þær báðar búnar að bóka flug til mín í eins og hálfs viku afmælis partý til mín og ætla að koma í næstu viku . Ég er náttúrulega að springa úr gleði, fyrstu vinkonurnar mínar sem að koma í heimsókn til okkar. Við ætlum náttúrulega að drekka vínhéruðin þurr á þessari rúmri viku
Annars er heislan fín, sérstaklega eftir að ég ákvað að fara eftir læknisráði og taka því rólega. Ég fór heldur geyst af stað og greinilega ofreyndi líkamann minn því að ég fékk brjálaðan hausverk og hita á fimmtudaginn og föstudaginn. Kanski ekki að furða, ég var kanski einum of hress á miðvikudaginn, fór í leikfimi og alles . Lærði mína lexíu og er búin að taka því rólega síðan og líður mjög vel.
Wyatt fékk að gista hjá bekkjafélga sínum á laugardaginn og ákváðum við Troy að fara á smá deit og fórum á japanskan veitingastað og átum yfir okkur af Sushi, þessi matur er snilld. Einu sinni fékk ég bara grænar bólur þegar að fólk talaði um Sushi og sá fyrir mér allan þennan hrá fisk og dótarí en síðan fékk Troy mig til að smakka þetta fyrir nokkrum árum og ég bara elska þennan mat. Ekki nóg með hvað hann er góður en svo er líka bara svo gaman að borða hann og svo rómantískur matur og litríkur matur. Vá, ég hef aldrei talað svona um MAT áður .
Jæja, ég er farin að lúlla í hausinn minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 5. febrúar 2007
Komin heim af spítalanum.
Kom heim í morgun og líður alveg hreint rosalega vel bara .
Ég ætla nú ekkert að fara útí einhver díteils hér á internetinu en aðgerðin fór vel er reyndar einum eggjastokki og eggjaleiðara fátækari en það skiptir nú engu máli þar sem að það kom í ljós að það var hvort eð er hand ónýtt allt saman. Samkvæmt hennar ransóknum að þá ætti hægra dótið að vera í góðu lagi.
Þessi spítali sem að ég var á var bara eins og 5 stjörnu hótel. Þetta er kaþólskur spítali og starfsfólkið þarna er svo elskulegt og yndislegt og maturinn þarna var rosalega góður. Þau koma bara með matseðil og spyrja hvað þú viljir borða í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Ekkert smá næs, en ég er ánægð að vera komin heim svo að ég geti byrjað aftur í aðhaldinu mínu, ég gerði ekkert nema að borða á þessum blessaða spítala .
Jæja, læt þetta duga í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 29. janúar 2007
Auðvitað gat það ekki verið eitthvað lítið
Já, við Troy fórum í dag upp á spítala í svona undirbúnings viðtal fyrir aðgerðina. Eftir smá spjall og skoðanir að þá kom það í ljós að legslímuflakkið er ekki bara komið aftur heldur kom það aftur af fullum krafti og er farið að ráðast á báða eggjastokkana mína. Þannig að nú verður þetta ekkert bara smá kviðarholsspeglun lengur sem að ég er að fara í heldur bara alvöru aðgerð og við krossleggjum bara fingur að ég fái að halda allavega einum eggjastokki og eggjaleiðara eftir þetta. Það er næstum vitað mál að vinstra draslið verður tekið en við erum bara að biðja til guðs að það þurfi ekki að taka hægra megin líka. Ég mun núna vera á spítalanum í lágmark tvær nætur og frá vinnu í lágmark tvær vikur.
Maður er hálf ónýtur eftir allt þetta upplýsingaflóð, við áttum svo engan vegin von á þessu. Læknirinn sem að á að skera mig átti auðvitað ekki von á þessu líka og er núna að undirbúa sig undir stóraðgerð, sérstaklega þegar að hún fór að lesa um fortíð mína og fyrri aðgerðir að þá leist henni ekkert á blikuna.
Ekki voru það skemmtilegar fréttir í dag, en fréttir þó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Aðeins farið að kólna í Þýskalandinu
Já, ég er ekki frá því að hitastigið hafi hugsanlega farið niðurfyrir 5 gráðurnar í dag, manni var allavega svolítið kalt. Kanski að við þjóðverjarnir fáum að upplifa smá vetur eftir allt saman.
Merkilegt hvað þessi heimur er lítill.
Ekki nóg með að það séu fullt af íslendingum hér í kringum mig (svo segir fólk allavega), heldur þekki ég bara einn af þessum fjölda. Hún heitir Hrefna Líneik og það fyndna við það að kynnast henni af öllum er að hún er víst besta vinkona hennar Hildar frænku minnar. Lítill heimur? já, mér finnst það. Jæja, sagan er ekki búin, ég rekst á hana Hrefnu í dag og hún segist hafa verið að skoða gömlu heimasíðuna mína einhverntíman og skoðað myndir og séð þar mynd af honum Sindra frænda og spyr hvernig í ósköpunum ég þekki þann óþekktarorm og ég segi voða stolt af mínum óþekktarormi að hann sé frændi minn og hann sé jafn skyldur mér og Hildur vinkona hennar, og auðvitað Hildur og Sindri þá líka jafn skyld. En þá komst ég því að hún þekkir ekki bara Hildi heldur þekkir hún Sindra líka, þau voru að vinna saman á Hótel Íslandi fyrir einhverjum árum síðan. Eins og ég segi, allt of lítill heimur.
Jæja, svo er ég bara að fara í smá aðgerð þann 31.jan, vonandi verður hún allavega smá. Ég held að þetta sé bara kviðarholsspeglun en ef að það er eitthvað sem hægt er að laga að þá ætla þau að reyna að gera það á sama tíma. Ég er semsagt að fara í þetta út af legslímuflakkinu mínu og eins og flest ykkar vita að þá hef ég farið í svona kviðarholsspeglun áður fyrir nokkrum árum og meira að segja stóraðgerð út af þessum leiðindarsjúkdóm. En vonandi verður eitthvað hægt að gera til að minnka þessa fjandans verki sem að maður lifir með.
Troy er byrjaður í skóla og er hann í einum áfanga og haldiði ekki að maðurinn minn sé byrjaður að læra þýsku. Ég reyni að glugga í bækurnar hans svona annaðslagið í þeirri von um að ég geti lært einhverja þýsku líka. Hann er svo heppin með það að hann getur farið í skóla frítt, það eina sem að hann þarf að borga eru bækurnar. Ef að ég myndi vilja fara í þennan áfanga að þá myndi ég þurfa að borga rúmlega 600 dollara bara fyrir þennan eina áfanga plús bækur. Svolítið mikið dýrt finnst mér.
Jæja, þetta var nú ekkert merkilegt, bara að leyfa fólkinu mínu að fylgjast með mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Ofdekraðir Vickersar
Við Troy ákváðum í dag að við ættum nú kanski að fjárfesta í sjónvarpi. Þó að við séum með myndvarpan að þá finnst okkur við þurfa á sjónvarpi að halda, því að perurnar í myndvarpan eru viðbjóðslega dýrar og eru ekki gerðar fyrir svona mikla notkun.
Þannig að ég og Troy lögðum af stað í leiðangur og kíktum á fjöldan allan af sjónvörpum og fundum svo eitt 37" auðvitað LCD flatskjá sem að var á útsölu 300 dollurum ódýrara. Þannig að við gátum nú ekki labbað í burtu frá svo góðu tilboði þannig að við slógum bara til og keyptum það . Þegar við vorum búin að fjárfesta í þessum fína flatskjá þá áttuðum við okkur á því að fyrst að við værum búin að fá okkur sjónvarp að þá gætum við ekki lengur notað vegginn sem skjá fyrir myndvarpan þannig að núna þurftum við að kaupa tjald sem að við getum togað niður þegar við viljum horfa á myndir í gegnum myndvarpan, þannig að við gerðum það. Ég fæ eiginlega bara magasár yfir öllum kaupunum sem að við gerðum í dag, en mikið ógeðslega er sjónvarpið mitt flott .
Ofan á þessi kaup að þá fjárfestum við í nýjum gleraugum handa mér í morgun, enda kanski komin tími til þar sem að hin gleraugun mín eru næstum átta ára gömul og ekki einu sinni með réttum styrkleika.
Anyways, það munar ekki um hvað maður er ofdekraður, manni finnst manni alltaf vanta eitthvað eða þurfa að kaupa eitthvað nýtt. En ég er engu að síður mjög ánægð með nýja sjónvarpið mitt þó að ég sé með mikið samviskubit yfir græðginni í manni.
Jæja, Troy og Wyatt eru að reka á eftir mér, ég var víst búin að lofa syni mínum að ég myndi leika við þá í X-Box. Guð hjálpi mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Birnuborg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 317
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar